Skrýtnar reikniformúlur

Ég segi þetta vegna þess að í gær kom pistill frá Ástu Möller alþingismanni, þar sem hún sagði að verðbólga væri á mánaðarbasis 7,2% sem er tala sem hvorki ég né nokkur sem ég þekki skilur neitt í. Ég held að háttvirtur þingmaður ætti að útskýra sig aðeins betur.

Ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Neysluvísitala hækkaði um 1,43% í janúar sem jafngildir 18,6% ársverðbólgu. Þetta þykir mér undarlegt, krónan er búin að styrkjast um 10,36% frá áramótum, olíuverð hefur ekki verið lægra í a.m.k. 5 ár og neysla almennings er í lágmarki.

Samt sem áður mælist verðbólgan 18,6%, allar vörur eru enn að hækka, bensín og dísel eru t.d. búin að hækka um 3 og 2 krónur á árinu, bleyjur í Bónus eru búnar að hækka um u.þ.b. 550 kr á síðustu 3 mánuðum og allar matarkörkur eru enn að hækka um 5-15% og gera það í hverjum mánuði.

Hvernig sendur á þessu. Samkvæmt styrkingu krónunnar ætti verðbólga ekki að vera hækka í janúar heldur standa í stað eða frekar lækka. Er málið ekki bara það að fjármálasnillingarnir sem eru búnir að renna á rassinn með þjóðina eru að láta okkur almenning borga upp tapið sitt?

Er von að maður spyrji?

 


mbl.is Verðbólga minni en spár sýndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 34970

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband