14.2.2009 | 19:54
Ætlar þessi sokkur aldrei að læra?
Er von að maður spyrji? VR logar í illdeilum vegna skorts á siðferði formannsins og þegar til stendur að kjósa lýðræðislega um framtíð mannsins hjá félaginu þá er grafinn upp einhver formgalli og svo á að kæra og gera allt sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir uppgjörið!
Gleymum því ekki að hann hefur sitjandi stjórn og trúnaðarmannaráð í vasa sínum og þarmeð allt fjármagn félagsins!!
Ég vona að hann skítfalli í þessum kosningum til að sína honum og hans líkum að þessi hroki og framkoma er ekki lengur liðin á Íslandi.
Trúnaðarmannaráð VR kallað til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það virðist vera hræðsla við lýðræðið þó þau sem eru í stjórn segist vera að vinna fyrir félagsmenn þá er eitthver ótti við skoðun félagsmanna.
Hvers vegna ætli það sé?
Ágúst Guðbjartsson, 14.2.2009 kl. 20:49
Hvað er lýðræði? Er það ekki að allir hafi sama rétt og jafnt gangi yfir alla?
Afhverju á þá endalaust að gefa þeim séns sem ekki uppfylla þau skilyrði sem farið er fram á að þau hafi til að geta gefið kost á sér?
Hvernig eiga þau að geta stjórnað stæðsta verkalýðsfélagi Íslands ef þau geta ekki einu sinni skilað inn framboð á réttum tíma eða löglegum lista til framboðsins?
Mér finnst þú skjóta langt yfir markið að fullyrða að Gunnar Páll hafi allt trúnaðarráðið í vasanum.
Ég ætla nú þeim fjölda sem í trúnaðarráðinu er að hafa sína skoðanir og þekki ég það vel þar sem ég hef starfað með þeim í 5 ár.
Og að halda því fram að Sjálfstæðisflokkurinn ráði þar ríkjum eða að öll stjórnins sé helblá sýnir bara vankunnáttu þeirra manna sem farið hafa hamfarir undanfarið á bloggheimum.
Hættum þessum sleggjudómum og nornaveiðum og kynnum okkur málin vel áður en við vöðum uppi á bloggheimum með rangar fullyrðingar!
Höfum Virðing og Réttlæti að leiðarljósi.
Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:50
Hildur, ég byggi mína skoðun á trúnaðarmannaráðið sé í vasa Gunnars á því hvernig kosningin fór í ráðinu. Kosningin fór svona þrátt fyrir allt sem komið er fram í fjölmiðlum um lánanefnd KB, laun Gunnars fyrir sáralítil störf í KB og svo stuðning ráðsins þrátt fyrir að maðurinn hafi ekki getað svarað neinum spurningum fjölmiðla um þau mál sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir.
Ég vil líka taka fram að ég er ekki í VR og hef aldrei verið en tek undir með þér að Virðing og Réttlæti á að vera að leiðarljósi en, því miður, þá skín það ekki í gegn hjá formanni VR undanfarin misseri.
Vilhjálmur Óli Valsson, 14.2.2009 kl. 23:56
Af hverju ósköpunum gat ekki einn frambærilegur aðili boðið sig fram gegn Gunnari Páli, þannig að raunhæfur möguleiki myndaðist á þvi að fella hann. Nei, tveir hanar á haug, og Gunnar Páll mun sitja áfram í boði þeirra. Verði ykkur að góðu, ég mun beina félagsgjöldum mínum annað.
Sigríður Jósefsdóttir, 16.2.2009 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.