18.2.2009 | 18:25
Hahahahahaha!!!!
Þvílíkur blöðruhaus!!
Maðurinn er ekki búinn að gera neitt annað í nokkur misseri en að hrauna yfir stefnu Sjálfstæðisflokksins, þingmenn og ráðherra hans. Það er eins gott að svona körlum sé komið í burtu og það sem fyrst. Þetta er alveg með ólíkindum hvað þessi græðgi og vitleysa fær að ganga lengi, sjáið bara Kristinn H. Gunnarsson sem situr nú á þingi fyrir þriðja stjórnmálaflokkinn, Frjálslynda, sem eru hægra megin í stjórnmálalitrófinu, en hefur áður setið fyrir Framsókn og Alþýðubandalagið sem er eins langt til vinstri og hægt er að komast.
Er eitthvað að marka þessa vitleysinga? Það lítur allavega ekki út fyrir að þeir hafi eina almenna sannfæringu og lifi eftir henni. Nei, þessir kapparhalda sig á þeim vígstöðvum sem þeir telja hag SÍNUM best borgið!
Samt er spurning hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé ekki enn vitlausari að taka endalaust við svona fýrum!
Jón Magnússon í Sjálfstæðisflokk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
- Aldís Amah með hlutverk í Hallmark-jólamynd
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Velkominn í pólitík þar sem allir hrauna yfir andstæðingana en vilja síðan hoppa undir sæng hjá þeim ef það hentar. Dæmi:
Steingrímur hraunaði svoleiðis yfir framsókn, sjálfstæðis og samfylkinguna fyrir seinustu kosningar. Síðan þegar úrslitin litu ljós var hann tilbúin að mynda allskonar ríkistjórnir með þessum flokka (t.d. minnihluta stjórn sem er núna við völdin)
Samfylkinging hraunar yfir sjálfstæðismenn og fóru síðan með þeim í ríkistjórn. Og svona mátti lengi áfram telja. Þetta er bara partur af pólitíkinn í dag því miður, snýst allt um að hrauna yfir hinn flokkinn. En þetta er þau ekki nærri því jafn slæmt hér í Íslandi eins og þetta er í Bandaríkjunum.
gaur (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:33
Alveg finnst mér furðulegt ef það eru til blöðruhausar sem kjósa ennþá Sjálfstæðisflokkinn.Fólk er ekki með fullu viti svei mér þá.Hvernig er endalaust hægt að lifa eftir þeirri sannfæringu eins og þú kallar það Vilhjálmur ,að kjósa flokk sem er að drepa heimilin og fyrirtækin í landinu.Þú hlýtur að vera einn af þeim vellauðugu ef þú ert einn af flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins sem lifa eftir þeirra sannfæringu.Það þarf að koma þessu siðspillta ,gráðuga liði í burtu af þingi áður en þeir verða búnir að gera algjörlega útaf við þjóðina.Það er að takast hjá þeim.
hh (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:18
Vel getur verið gaur að þetta sé bara pólitíkin en ég verð samt að segja að ekki finnst mér það sama annars vegar að skipta um flokk og þar af leiðandi afstöðu og hins vegar að starfa með öðrum flokki sem þú ert ekki sammála í einu og öllu en getur með samstarfinu varið þína sannfæringu og þá hluti er þú trúir á.
hh ég veit ekki hvernig þú getur lesið út úr orðum mínum að ég sé innvinklaður í Sjálfstæðisflokkinn og hvað þá að ég sé vellauðugur. Ég er það reyndar þar sem ég á 4 börn og góða konu en heldur fer lítið fyrir veraldlegum eigum mínum, það litla sem ég átti hvarf í þessari verðbólgu sem búin er að herja á okkur undanfarið.
Það sem ég er að tala um er að maður finnur sér lífsviðhorf, hvort sem það er frjálshyggja, samvinna eða kommúnismi og maður breytir því ekki svo glatt. Fólkið sem er í VG var áður í Alþýðubandalaginu lengst til vinstri og Sjálfstæðismennirnir eru ennþá lengst til hægri. Maður verður auðvitað að virða fólk nógu mikið til að leyfa því að halda í sínar skoðanir ekki satt? En á maður að umbera fólk eins og JM og KHG sem halda EKKI í sínar skoðanir heldur elta hópinn sem getur komið þeim sem lengst og skipta svo um hóp í miðju ferðalagi ef svo hentar?
Takk fyrir kommentin, þetta er alveg þörf umræða en hh þú ættir ekki að draga ályktanir um fólk sem þú hefur ekki heyrt um áður hvað þá meira.
Vilhjálmur Óli Valsson, 19.2.2009 kl. 00:55
Sæll aftur Vilhjálmur.Þú verður að fyrirgefa ef ég hef ekki talað nægilega skýrt.Ég fullyrði ekkert um þig.Ég sagði þú hlýtur að vera einn af þeim vellauðugu ef þú lifir eftir sannfæringu sjálfstæðisflokksins.Taktu eftir ég segi ef.Ég er svo hissa á því ef venjulegt verkafólk ,öryrkjar eða ellilífeyrisþegar sem hafa kannski ekki mikið á milli handanna eru að kjósa þennan flokk sem er búinn að koma okkur í þessa vondu stöðu.Þeir hafa unnið hryðjuverk á þjóðinni.
hh (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.