Færsluflokkur: Menntun og skóli

Útskrift!

Jæja. Það tókst. Gamli maðurinn er að útskrifast á föstudaginn með stúdentspróf. Ég tók upp á því á gamals aldri að láta meta skipstjórnarnámið upp í stúdent og komst að því að ég þurfti að bæta við mig 12 einingum í náttúrúfræði/félagsfræði/tungumáli eða stærðfræði og 6 einingum í íslensku. Ég ákvað að kýla á þetta, valdi mér náttúrufræði og tók svo 6 einingar á önn síðustu 3 annir. Allt gekk að óskum og kláraði ég síðasta prófið á föstudaginn var og fékk svo staðfestingu í gær á að ég hafði náð blessaðri jarðfræðinni. Nú getur maður loksins sagt (36 ára gamall) að maður hafi lokið stúdentsprófi.

Þá er það bara spurning, á ég að mennta mig eitthvað frekar eða á ég að hætta á meðan ég er með menntaferil án falls? Og ef ég held áfram á ég þá að elta og nema áhugasvið mín, sem eru ópraktísk eða á ég að gera eins og allir hinir og fara hina praktísku leið sem gefur mér aðeins meiri aur í vasann (ef ég klára).

Nú vantar mig komment og heilræði kæru vinir. Og svo væri skemmtilegt ef einhver getur upp á hvar áhugi minn liggur og hvers vegna Whistling


Prófin búin!

Var að ljúka seinna prófinu áðan. Gekk sæmilega en þetta var í Íslensku 503. Frekar leiðinlegur áfangi, bókmenntasagan frá 1900 til okkar tíma. Mér leiðist að lesa ljóð - ef þið hafið ekki vitað það fyrir. Ekki nóg með það heldur leiðist mér líka að lesa ritverk Nóbelsskáldsins þannig að þetta var extra þungur áfangi fyrir það.

Þurfti að lesa Sjálfstætt fólk og svo er bókmenntasaga síðastliðinnar aldar eitruð af Laxness. Það kemst voðalega lítið að annað en hann. Samt var ekki spurt á prófinu mikið úr hans verkum, það voru bara 2 spurningar.

En það er gott að þetta er búið, nú þarf ég ekki fleiri íslensku áfanga, á bara NÁT 113 og EÐL 103 til að klára blessaðan stúdentinn. Stefni á að gefa mér tíma í þessi 2 fög á næstu önn.

By ðe vei, ég fékk 8 út úr NÁT 123. Það er bara helv. gott miðað við þá litlu vinnu sem lagt var í.


Próf á morgun!

Jæja það er komið að því. Fyrra prófið sem ég tek á þessari önn er á morgun.

Það er eðlisfræðin sem rúlla á upp núna. Það er búið að ganga vel hjá mér í þeim verkefnum sem lögð hafa verið fyrir okkur í fjarnámi FÁ þessa önnina og verður spennandi að sjá hvort jafnvel gangi þegar bækurnar eru ekki við hendina.

Sendið góða strauma til mín í tilefni þessa.


Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband