Færsluflokkur: Pepsi-deildin

Loksins eitthvað jákvætt

Loksins, loksins er eitthvað sem hægt er að fagna hjá mínum mönnum í HK. Baráttan og hjartað sem leikmennirnir sýndu í seinni hálfleik er til fyrirmyndar og strákarnir geta borið höfuðið hátt.

Hemmi var óheppinn, en fyrst að flautað var, þá var ekki annað hægt en að lyfta rauða spjaldinu hjá annars góðum dómara leiksins.

Þökk sé besta markmanni landsins, afmælisbarninu Gulla, þá var HK enn í leiknum þegar Höddi minnkaði muninn og síðasta korterið því háspenna með pressu frá HK og stórhættulegum skyndisóknum hjá UBK.

En það fór sem fór og strákarnir verða bara að taka baráttuna með sér í framhaldið og gera eins gott mót og hægt er.

 Áfram HK.


mbl.is Breiðablik - HK, 2:1, Hermann Geir rekinn af velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kodak móment

Ég bara verð. Guðný mágkona mín spilar með Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna. Því miður töpuðu Stjörnustelpur á móti KR í dag, en það er ekki það versta sem gerðist.

Það náðist nefninlega mynd ársins af Guðný í leiknum og ég bara verð að láta hana fylgja með hérna.

Fyrirgefðu Guðný

Guðný stjarna


Kynjamismunur - aldrei meiri í knattspyrnu

Ég bý svo vel að mágkona mín spilar með Stjörnunni í Landsbankadeild kvenna. Þetta þýðir það að ég fer oftar á völlinn að horfa á stelpurnar spila en strákana.

Þetta er kannski ekki í frásögur færandi, en þar sem við hjónin erum oftar en ekki bundin heima á leikdögum eins og í kvöld, þá ætlar maður að reiða sig á fjölmiðlana. En bíddu nú við, það bara gerist ekki neitt, hvorki á vefmiðlum né á vef KSÍ.

Mbl.is hreykir sér af umfjölluninni, Landsbankinn hreykir sér af umfjölluninni sem borgað er fyrir en ekkert gerist. Nú kl. 2125 er ekkert komið á upplýsingaborða Landsbankadeildarinnar um úrslit kvöldsins, þó að staðfest úrslit hafi komið kl 2115 á úrslitaþjónustuna.

Á sama tíma er bein lýsing frá öllum leikjum í karladeildinni. Er ekki kominn tími til að leiðrétta þessa vitleysu og mismunun, það vita jú allir að kvennaknattspyrnan er mun framar en karlaknattspyrnan á alþjóðavettvangi.

Ég skora á fjölmiðla, Landsbankann og knattspyrnuforystuna að taka sig á í þessum efnum.


mbl.is KR vann nauman sigur í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál.

Ég held að þessi úrslit séu bara gott mál fyrir mótið.

Valur er klárlega með eitt af þremur sterkustu liðunum og munu koma til baka og hin liðin munu tapa stigum. FH fær klárlega ekki svona léttan leik aftur í sumar og KR, ÍA og Breiðablik virðast vera með þétt lið og svo verður gaman að sjá hvort Framarar nái að halda dampi í sumar. Þessi lið eiga öll eftir að hirða stig af hvort öðru.

Fylkir og Keflavík verða svo í einskismannslandi þarna á milli efri og neðri hlutans en Grindavík, ÞrótturFjölnir og mínir menn í HK munu verða í basli og ómögulegt að segja til um hvaða tvö af þessum falla. Ég hallast þó að því að Fjölnir verði sterkast af þessum 4 og því miður að HK sé slakast.

Eitt er samt víst og það er að þetta verður eitt skemmtilegasta mót sem verið hefur hér á landi.


mbl.is Keflvíkingar tóku Val í karphúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 34947

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband