Upp á líf og dauða

Var að horfa á fréttirnar og Kastljósið á RÚV. Þar voru viðtöl við Jón Baldursson, yfirlækni á slysa- og bráðadeild LSH, Bjarna Eyvindsson deildarlækni á slysa- og bráðadeild LSH og Má Kristjánsson sviðsstjóra sama sviðs. Voru þessi viðtöl vegna ákvörðunar yfirstjórnar LSH að taka lækninn sem var á neyðarbílnum og nýta hann til starfa inni á deild. Voru þetta athygliverðar umræður og misjöfn sjónarhorn sem komu þarna fram. Mig langar að blanda mér aðeins í þessa umræðu.Þeir eru sammála um að af þeim 3-4000 útköllum sem neyðarbíllinn fer í árlega, þá séu um 5-10 % útkalla þar sem afskipti læknis geti skipt sköpum. Við erum þá að tala um 150 til 400 manns á ári. Már vill meina að bráðatæknar muni koma í staðinn fyrir læknana og læknarnir koma á vettvang örlítið síðar þar sem LSH verði með tiltækan bíl sem geti farið með lækninn á vettvang þegar þarf. OK, gefum okkur að þetta sé í lagi, að þetta hafi engin áhrif á fjölda dauðsfalla á vettvangi eins og Már og hans yfirstjórn vill gera. Er þá nokkur þörf á lækni á vettvang yfir höfuð, getum við ekki bara látið okkar frábæru sjúkraflutningamenn SHS skila sjúklngunum á slysadeild þar sem læknarnir taka við þeim og sinna eftir því sem kostur er. Skítt með þessa 2-3 sem munu koma til með að deyja á vettvangi og/eða á leið á slysadeild.Skítt með þá, því við getum notað lækninn sem var á neyðarbílnum inni á slysadeild að taka á móti þessum 60-70000 sem koma þar inn árlega. Þetta er kostur vegna þess að eftir því sem Jón yfirlæknir segir þá vantar 10-16 lækna inn á slysadeild til að anna þessum árlegu komum. Nei, það vantar ekki 10-16 lækna segir Már, þetta er misskilningur, það vantar EINN lækni og hann kemur núna af neyðarbílnum og öll vandamál slysadeildar eru úr sögunni. Eða hvað? Nei kannski ekki alveg því yfirstjórnin ætlar að kaupa bíl. Þennan bíl þarf að sérútbúa til forgangsaksturs og svo þarf að ráða a.m.k. 4 menn til að vera á vakt til að keyra þennan bíl. Allavega sé ég ekki læknana keyra sjálfa í útköll á forgangi kannski í lok 24 tíma vaktar. Hvar er öryggi þeirra og annarra vegfarenda þá?En gefum okkur samt að allt þetta gangi upp hjá LSH, náðist þá upphaflegt markmið? Markmiðið er að spara 31 milljón á ári, læknirinn fer á gólfið  og nýtist þar og þjónustan við lýðinn er aukin! Ég sé ekki aukna þjónustu í þessu þar sem gæði utanspítalaþjónustu hljóta að minnka, með fullri virðingu fyrir okkar frábæru bráðatæknum sem ég hef endalaust álit á, þá eru þeir ekki læknar og peningarnir, sem eiga að sparast, fara í að greiða fyrir útkallsbíl lækna og laun ökumanna bílsins. Sparnaðurinn er þá u.þ.b. 5 milljónir á ári. Það er hægt að gera betur við yfirstjórnina fyrir þann árangur ekki satt?Svo má ekki gleyma því heldur að þeir frábæru fagmenn sem manna sjúkrbílana okkar eru einnig slökkviliðsmenn. Hvað ætla menn að gera ef upp kemur á sama tíma stórt umferðarslys þar sem 4 sjúkrabílar (8 menn) eru bundnir í einhvern tíma OG stór bruni þar sem 2 af 5 vakthafandi á Tunguhálsi, Skógarhlíð, og Hafnarfirði eru á slysavettvangi annrs staðar. Hafa menn eitthvað hugsað um þetta?

Ég tek undir með Má Kristjánssyni, það þarf að horfa á heildarmyndina en stjórnendurnir virðast því miður ekki vera að gera það.

Ég skora á heilbrigðisráðherra að kippa þessu í liðinn hið fyrsta og segja við yfirstjórn LSH "svona gera menn ekki". 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Algjörlega sammála þessari grein þinni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.1.2008 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband