23.11.2008 | 12:45
Hvers vegna þessi mótmæli?
Er von að maður spyrji.
Ég vona að fólk sé ekki svo illa gefið að það fari að trúa því að maðurinn hafi verið handtekinn vegna þess að mótmæli hafi verið skipulögð á Austurvelli í gær! Heldur fólk virkilega að yfirvöld hafi ákveðið að taka þennan mann úr umferð vegna þess að hann er svo ROSALEGUR mótmælandi. Ég held ekki. Það eru komnar skýringar frá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem maður verður bara að trúa.
Hitt er annað mál að allur fréttaflutningur af þessum skrílslátum (því þetta voru ekkert annað en skrílslæti) við lögreglustöðina er mjög skrýtinn. Reynd er að vekja samúð með þeim sem fóru með ofbeldi og skemmdarverkum inn í bygginguna og svo er lögreglan gagnrýnd fyrir að verja vinnustað sinn fyrir þessum lýð. Svo fara fréttamenn stöðvar 2 á límingunum yfir að myndatökumaður þeirra hafi fengið piparúða í augun. HVERN FJANDANN VAR HANN AÐ ÞVÆLAST Í FARARBRODDI?? Svo skil ég ekki afhverju lögreglan handtók ekki þá sem voru í fararbroddi þarna og brutu rúður og hurðir.
Í kjölfarið kemur þingkona VG, Álfheiður Ingadóttir, og gagnrýnir lögreglu fyrir að halda uppi lögum og reglu. Að mínu mati ættu þingmenn og konur að eyða tíma sínum og orku í að vinna að betra ástandi í stað þess að reyna að berja sér á brjóst fyrir það sem aðrir eru að gera. Ég man a.m.k. ekki eftir að þessi þingkoma hafi komið fram með tillögur að lausnum eða bara eitthvað vitrænt í umræðuna síðan hrunið varð.
Að lokum ætla ég að taka það fram að ég styð ekki þessa ríkisstjórn en styð heilshugar friðsöm mótmæli í miðbænum eins og verið hafa undanfarna laugardaga. Ég styð hins vegar ekki lögbrot, ofbelsi, skemmdarverk og skrílslæti. Það eru aðferðir sem munu aldrei skila árangri.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já er nema vona að maður spyrji ..... meira hvað fólk getur látið illa. En eins og þú segir þá stoðar það ekkert .....sama hvað er gert.
Kveðja úr Hrútósveitó.
JEG, 23.11.2008 kl. 14:23
mjög rólegt hér á Akureyri..
sævar már magnúss, 29.11.2008 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.