Brjóta hvaða ís??

Miðað við minnkun íshellunar á Norðurskautinu þá finnst manni ekki mikil þörf á þessari smíði. Eftir því sem ég best veit mun norðurleiðin milli Asíu og Evrópu opnast innan fárra ára og öll græn samtök og umhverfisstofnanir benda á hættuna sem er yfirvofandi vegna rýrnunar íssins.

Er þá ekki peningunum betur varið í eitthvað annað uppbyggilegra en þetta eða eru það ekki gróðasjónarmiðin sem öllu ráða þarna, þetta er í raun ekki ísbrjótur með borturni, þetta er olíuborskip með möguleika á að leita að olíu á hafsbotninum undir ísnum. Vísinda og rannsóknarstörfin eru svo bara notuð til að réttlæta rauntilganginn.

Hvar eru náttúruverndarsamtökin núna?


mbl.is Stærsti ísbrjótur í heimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Árni Finnsson er að smíða tilkynningu, fór bara í lagningu áður.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:03

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hjó eftir verðinu á honum 141 milljarður.. kostaði ekki kárahnjúkavirkjun 75 milljarða ?

En þetta er sennilega rétt ályktað hjá þér að þetta er olíuleitarskip og ekkert annað. 

Óskar Þorkelsson, 7.12.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

..svo verður allur ís bráðnaður þegar skipið er tilbúið..og olía orðin svo ódýr að það borgar sig ekki að bora.. Vantar ekki handfærarúllur inn á teikningunna?

Óskar Arnórsson, 8.12.2008 kl. 05:21

4 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

141 milljarður. Tæplega 1/4 af Icesave í Bretlandi. Rétt um 45 ný varðskip. Í því samhengi þá er þetta auðvitað brjálæði. En vel "rannsóknanna" virði er það ekki?

Spurning  þegar búið verður að setja rúllurnar hvort dallurinn fái ekki kvóta hér, þ.e. eftir að við erum gengin í ESB. Ég get ekki varist brosi þegar ég set þá mynd upp í hugann.

Vilhjálmur Óli Valsson, 8.12.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband