Hvers vegna hraðar en aðrir?

Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég þekki alla kosti og galla þess að ganga í ESB. Hingað til hef ég verið andsnúinn því að taka skref í áttina að aðild. Hvers vegna er það? Jú, það þurfa nefninlega að vera meiri og betri ástæður en afþvíbara og allt er betra í krafti stærðar.

Við græðum örugglega eitthvað á því að ganga í ESB, stöðugri mynt a.m.k., en afhverju ætti ESB eitthvað að vera að eltast við litla Ísland sem rambar á barmi gjaldþrots og er búið að vera skotspónn efnahagsbrandara í ársfjórðung eða svo.

Eina ástæðan fyrir áhuga ESB er sú að Brussel-batteríið sækist í auðlindir okkar. Þá er ég ekki eingöngu að tala um fiskinn í sjónum, ég er að tala um  drykkjarvatnið, fallvötn til virkjunar og svo jarðvarmann. Það er ekki sérstakt atvinnuástandið í ESB löndunum, að maður tali ekki um stéttarskiptinguna sem maður sér þar við lýði, sérstaklega í stærri löndunum. Við erum nú þegar farin að sjá hér á landi klíkumyndanir þjóðarbrota sem eru að setjast hér að, þetta eru að verða mjög stór vandamál í ESB og stækka alltaf með sambandinu sjálfu. Það hefur sýnt sig að Schengen er ekki að virka vel og þessi stefna um landamæralausa Evrópu er dæmd til að mistakast.

Nú er bara kominn tími til að stjórnmálamenn og flokkar komi fram og tali af ábyrgð og festu um kosti og galla svo að við getum komist að niðurstöðu sem best er fyrir íslenskt samfélag.


mbl.is Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband