Jólakveðja

Vindurinn er allur úr mér, ég nenni ekki að hugsa um neitt nema mig og frúnna og börnin. Þetta leiðir af sér að ég ætla að taka mér hlé frá blogginu í smátíma. Ég er hættur að lesa kreppufréttir því ég nenni ekki lengur að pirra mig á því sem ég get ekki breytt. Allir sem hafa lesið á síðunni minni síðustu 2 mánuði sjá hvað ég hef verið pirraður yfir ástandinu, aðgerðunum og aðgerðaleysinu á þessum tíma.

Nú er komið jólafrí (brestur á á mánudaginn (ertu ekki ánægður með þetta Kjartan?)) og samhliða því ætla ég að taka mér frétta- og kreppufrí, það sem gerist mun gerast hvort sem ég verð pirraður eður ei. Ég ætla bara að njóta hátíðarinnar og að sjá börnin mín leika sér úti í snjónum og koma köld og ljómandi af ánægju öll blaut og snjóug full af einlægri barnsgleði. Ég ætla að reyna að falla bara í þann pakka næstu 2 vikurnar.

Þangað til ætla ég að láta bloggið og tuðið vera og óska ykkur því gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hárrétt ákvörðun.

Gleðileg jól kveðja til flölskyldunnar.

Einar Örn Einarsson, 20.12.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: JEG

Frábært minn kæri frændi.  Njóttu þess í botn.  Knús og innileg jólakveðja til baka til ykkar   Kveðja úr sveitinni.

JEG, 20.12.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Njóttu tímans með fjölskyldunni Villi minn:)

Hún er það dýrmæstasta í heimi

Gleðileg jól og farsælt komandi nýtt ár.... aldrei að vita nema við rekumst á einhverntímann á næsta ári....

Kolbrún Jónsdóttir, 21.12.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Gleðilega hátíð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 25.12.2008 kl. 16:48

5 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Óska þér og þínum gleðilegs árs og þakkir fyrir það liðna.

Guðmundur St. Valdimarsson, 2.1.2009 kl. 05:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband