Nútíma pólitík

Hef verið að velta fyrir mér, í ljósi atburða í borginni síðustu 4 mánuði, hvað er það sem knýr stjórnmálamennina áfram? Er það hugsjón fyrir betra samfélagi og betri borg eða er það hugsjónin sem virðist vera orðin mikilvægari en þessar áðurnefndu þ.e. hvað get ég gert fyrir mig og þá sem standa mér næst?

Án þess að fara út í atburðarrásina, það hefur nóg verið skrifað um hana á öðrum síðum, þá kemur þetta allt saman hálf furðulega fyrir sjónir allavega ef maður gerir þá sjálfsögðu kröfu að þetta fólk vinni af heilindum fyrir okkur. Núna er oddviti Sjálfstæðisflokksinns búinn að ljúga að öllum sem geta heyrt í honum í fulla 4 mánuði og ekki er ennþá búið að bola honum í burtu eða hann búinn að sjá sóma sinn í að pakka saman og fara heim sjálfur. Nei, ætli hann bíði ekki nógu lengi til að hann fái biðlaun út kjörtímabilið sem formaður borgarráðs. Bak við hann bíða svo erfðaprinsarnir og prinsessurnar eftir því að komast í þessar launuðu stöður sem fylgja því að vera oddviti stóra flokksins.

Það er samt staðreynd að þetta fólk, Gísli Martinn, Hanna Birna, Júlíus Vífill, Kjartan og hinir minni spámennirnir eru ekki hótinu betri, þau "fylkja" sér af "einhug" á bak við Vilhjálm og með því halda þau áfram að skíta, ekki bara upp á bak, heldur alla leið upp á hnakka með áðurnefnda von í huga.

Ef við lítum svo yfir girðinguna þá sjáum við ekki betri hluti þar, Dagur, Svandís, Margrét og Björn, nei ég meina Óskar (Björn hætti víst þegar launuðu stöðurnar fóru frá honum), eru í alveg sama leik, hver og einn vill moka sem mestu undir rassgatið á sjálfum sér og grenja svo þegar mótherjarnir beita sömu brögðum við að útvega sér peningastöðunum.

 Við eigum betra skilið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 34961

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband