Verðmætamat

Þetta orð kom upp í hugann um daginn þegar fréttir bárust af kæru Árna Johnsen á hendur Agnesi Bragadóttur blaðamanni. Hann fer nefninlega fram á 5 milljónir í skaðabætur fyrir það að kerlingin kallaði hann "dæmdan glæpamann, mútuþægan og stórslys". Ég veit fyrir það fyrsta ekki af hverju Árna ætti að sárna svona því að þó hann hafi fengið uppreisn æru þá er hann samt dæmdur glæpamaður, það verður ekki tekið af honum að dóminn fékk hann hvort sem búið er að sitja af sér eður ei.

Á sama tíma koma fréttir af fórnarlömbum kynferðisbrota þar sem gerandinn er dæmdur sekur, þá eru bæturnar sem fórnarlömbin fá einhverjir hundraðkallar, sbr. dóminn yfir manninum sem misnotaði öll stúlkubörn sem hann náði í hvort sem það voru dætur hans eða einhverjar aðrar.

Ef Árna verður dæmdur sigur í þessu máli þá er tiltrú dómstólana farin veg allrar veraldar og þá kemur stóra spurningin upp: Hvert er verðmætamat okkar farið???

Það er alveg skýrt hjá mér, verðmætin mín eru eiginkonan og börnin, ef ég hefði þau ekki  ætti ég ekkert. Vei þeim sem reynir að taka þau frá mér eða gera þeim mein.

Þeir sem gera eitthvað á hlut barna, hvort sem það er kynferðis- eða annað ofbeldi þá er viðkomandi búinn að missa tilveru- og eignarétt sinn og ætti að verða dæmdur til að leggja til allt sitt til handa fórnarlambi/lömbum sínum það sem eftir er ævi viðkomandi.

Og Árni og aðrir sem eru svona viðkvæmir fyrir raunveruleikanum ættu að sjá sóma sinn í að sætta sig við lífið og tilveruna eins og það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Heyr heyr.....

Já kynferðisafbrot eru einskis metin og þurfa helmingi meiri og stærri sönnun en önnur afbrot. Og fyrnast það finnst mér fáránlegast af þessu öllu.

En að öðru þá kom gamla setti þitt hér við í gær og fékst til að snæða í sveitinni og áttum við ljúfa stund. Knús til þeirra.

Kveðja úr sveitinni.

JEG, 5.8.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Var hér á ferð.

Guðmundur St. Valdimarsson, 5.8.2008 kl. 22:32

3 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Hvað söng ekki hinn kallinn um árið ( ekki Árni gaulari)

" En sá draumur, ég er ánægður með lífið eins og það er"

Hef verið líka hugsi yfir hinum sönnu verðmætum Villi, er á svipuðum nótum og þú.

Kveðja til þín herra Frímann.

Einar Örn Einarsson, 6.8.2008 kl. 12:41

4 Smámynd: sævar már magnúss

Já það væri næst að fara að borga mönnum bætur fyrir að vera afbrotamenn.

sævar már magnúss, 10.8.2008 kl. 00:29

5 identicon

hvað ætli hann hefði farið frammá ef hún hefði mynnst á gítar  og söngkunnáttu hans

samúel sig. (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband