Hvað er að?

Þetta er spurning sem ég spyr sjálfan mig á morgnana þegar ég hef lokið fyrstu verkum eftir að mætt er í vinnu.

Eftir þol- og styrktarpróf sem farið er að gera kröfur um á vinnustað mínum þá komst ég að því að líkaminn var ekki í jafn góðu standi og ég taldi. Þá var ekki um neitt annað ræða en að koma sér í stand og fór ég þá í þá aðgerð að fara og hlaupa 3-4 sinnum í viku og sjá hvað það myndi skila mér miklu. Eftir 6 vikur þá er ég búinn að bæta tímann minn í 3,2 kílómetra hlaupi um 1 mín 20 sek sem mér þykir bara nokkuð gott, er kominn niður í 15:25 á þessari vegalengd.

Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég er allur lurkum laminn eftir vikuna og föstudagshlaupin (og ræktin þar á eftir) er algjör kvöl og pína. Þá kemur upp þessi spurning: hvað er að, afhverju er ég að þessari vitleysu, mér líður bara illa eftir vikuna, er illt í skrokknum (sérstaklega kálfunum) og svo koma kommentin frá félögunum: djö..ertu ruglaður eða helv..harka er í þér, ekki nenni ég þessu. En þegar ný vika byrjar á mánudegi og ég reima á mig skóna þá er maður svona líka vel upplagður og líðanin er rosalega fín. Þá er líkaminn búinn að jafna sig í tvo daga og er í fínu ásigkomulagi.

Það er ekki spurning að stór munur er á líðan minni og ástandi líkamans eftir að ég fékk spark í rassinn um að fara að hugsa betur um líkamann. Ég mæli með því að allir fari af stað, ekki að hlaupa, það er alveg nóg að fara í göngutúra í hálftíma 3-4 sinnum í viku. Munurinn finnst strax eftir fyrstu vikuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: JEG

Já þetta er nefnilega heila málið kallinn minn .....við yngjumst ekki úr þessu.  En spáðu í það hvernig þú værir ef þú hefðir nú gengið með þessi 4 börn þín og fætt þau ????   Já þú er heppinn að vera "bara" stirður og aumur í kálfunum.   En það er nú bara þannig að ef maður slakar á í átakinu eða bara því sem maður er vanur að gera .....hreifing eða þjálfun af einhverju tagi þá slappast maður.   Ég fékk að finna það þegar kallinn bilaði í haust sko.....já sjáðu til ég er bara búina að vera í barneignum síðustu ár og því ekki í þjálfun í rollustússi....fjárdrætti....og það tekur nú á að stökkva í það eins og enginn sé morgundagurinn.  Maður er gersamlega þollaus og þrekið átti það ekki að vera þarna líka....??? 

Niðurstaðan er sú ......við erum að eldast face it gamli....

kv úr sveitinni.....

JEG, 13.12.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Vilhjálmur Óli Valsson

Ég feisa það bara ekki neitt, maður verður bara að hafa hausinn í lagi til að láta líkamann ekki drabbast niður. Það er ekki mikið mál að viðhalda líkamanum í góðu standi ef maður leyfir sér ekki að verða að sófadýri.

Hitt er annað mál að ég get ekki annað en brosað þegar þú talar um fjárdrátt til að koma sér í form, tungumálið okkar er svo skemmtilegt að fjárdráttur er einmitt það sem ég er búinn að vera að tuða yfir á þessari síðu. Og við erum ekki að tala um sama hlutinn

En hvernig er það, fer karlinn ekki að komast á ról til að létta lífið ögn?

Vilhjálmur Óli Valsson, 14.12.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 34980

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband