Leikur 4. Man. City

Það var fjörugur seinni hálfleikur á Borgarleikvangnum, 5 mörk, fullt af færum og umdeildum atvikum.

Ég get ekki verip sammála skinkunni sem sagði sigur City vera sanngjarnan. Mínir menn voru mun betra liðið, 20 marktilraunir á móti 10 og voru að halda boltanum mun betur innan liðsins en heimamenn.

Það er hins vegar ekki nóg, það verður að nýta færin og það gerðist ekki í þessum leik eins og svo oft áður, eitthvað vantar bæði upp á græðgina og grimmdina auk þess sem smá heppni mætti alveg fara að detta með Arsenal. Það má t.d. alveg spyrja hvernig leikurinn hefði þróast ef Ade hefði fengið rautt eftir viðskiptin við v. Persie og eins ef vítið hefði verið dæmt skömmu síðar. En það er alltaf þetta ef og þýðir lítið að vera að væla yfir því.

Það verður bara að taka góðu hlutina með úr þessari heimsókn, innkoma Rosicki var frábær, hann lífgaði heldur betur upp á sóknarleikinn. Eins er ég að mestu ánægður með Vermalen þrátt fyrir að varnarleikur Arsenal hafi verið í molum í mörkum 2 og 3 en 4 markið kom eftir flotta skyndisókn City.

Hins vegar voru bæði Glichy og Bentdner afspyrnu slakir og skil ég bara ekki hvað Daninn stóri er að gera í hóp hjá okkur. Svo vantar okkur sárlega markvörð sem er einum klassa ofar en Almunia.

Næst er það Wigan á Emirates og vonandi fara hlutirnir að detta fyrir okkur, en ekki má gleyma því að í fyrstu 4 leikjunum er búið að heimsækja Everton og bæði Manchester liðin, sjálfsagt 3 af 5 erfiðustu útivöllunum í úrvalsdeildinni.

ÁFRAM ARSENAL


mbl.is City á sigurbraut - Benayoun með þrennu fyrir Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband