27.7.2008 | 16:06
Veikindi og skipulag vegna þeirra.
Mikið ansk..... er maður búinn að vera eitthvað latur undanfarið, en það á sér að hluta til skýringar. Yngsta barnið mitt, Guðný Sunna, er búin að vera lasin undanfarnar tæpar tvær vikur. Hundleiðinleg veikindi sem hafa lýst sér í háum hita, sem kemur og fer í bylgjum, lystarleysi og almennum pirring hjá stelpunni. Á föstudaginn fór svo Berglind með Guðný Sunnu til læknis, í þriðja skiptið á þessum veikindatíma, og þá vildi læknirinn fara að skoða þetta eitthvað betur, sendi barnið í lungnamyndatöku og komst að því að berkjurnar í vinstra lunga voru eitthvað óhreinar en vildi samt ekki kaupa þá skýringu á þessum háa hita sem búinn er að vera viðloðandi barnið þennan tíma. Hann sendi okkur því með barnið á bráðamóttöku Barnaspítalans og þar var tekin þvagprufa sem send var í einhverjar rannsóknir og tveimur tímum seinna var barnið lagt inn vegna leiðinlegrar þvagfærasýkingar. Það var ekkert með það að settur var upp æðaleggur hjá barninu, sem gekk það brösuglega að endað var á að setja upp legg í höfuðið á henni, og síðan var dregið úr henni blóð til rannsóknar og ræktunar áður en farið var að dæla lyfum í hana um þennan legg.
Eins og stumpur með þessar umbúðir
Þarna sést í kranann sem er tenging við æðakerfi hennar.
Það er alltaf erfitt að horfa upp á krílin sín þegar þeim líður illa, að ég tali nú ekki um þegar einhver úr heilbrigðisgeiranum er að meiða þau og þau skilja ekki af hverju.
Það er líka annað sem er ekki síður erfitt og það er að púsla saman heimilislífinu þegar eitt barnann veikist þannig að leggja þarf inn. Þá þarf annað foreldrið að vera á spítalanum allann tímann og hitt að hugsa um heimili og hin börnin. Svo þegar vinna bætist við þá er betra að eiga góða að. Við Berglind erum svo heppin að eiga góða að en það er bara þannig að núna eru flestir í sumarleyfi og því ekki staddir í bænum. Þó gat ég níðst á systur minni á föstudaginn og kom hún hlaupandi til að hugsa um hin börnin mín á meðan við reyndum að skipuleggja þeta mál eins og hægt er. Algjör bjargvættur, takk Halldóra.
Annars höfðum við það þannig að Berglind gisti á spítalanum, þar sem Guðný Sunna er enn á brjósti á meðan ég var heima hjá hinum og fór leysti síðan Berglindi af yfir daginn á meðan hún aðeins hreyfði sig og fékk feskt loft.
Við fengum svo staðfestingu úr rannsóknum í morgun og fékk stelpan því að koma heim áðan og líður henni greinilega miklu betur. Nú bíðum við bara eftir að hún verði kölluð inn aftur í frekari rannsóknir, sem verður vonandi klárað á næstu 2 vikum þar sem við ÆTLUM í sumarbústað föstudaginn 8. ágúst.
Jæja, þá er búið að pústa um þetta og þarf ekki að ræða það meir. Set eitthvað skemmtilegra inn fljótlega.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2008 | 12:39
Frábær dagur í gær, Herðubreið heimsótt og flogið um landið!
Gærdagurinn var einn sá besti á þessu sumri, hægar norðlægar áttir og léttskýjað eða heiðskýrt um allt land. Ég sannreyndi þetta alltsaman með einu skemmtilegasta verkflugi sem ég hef farið í síðan ég hóf störf á þessum vettvangi. Við fórum úr höfuðstaðnum að morgni og flugum milli jökla yfir í Herðubreiðalindir þar sem lent var og hittum við þar flokk galvaskra björgunarsveitamanna sem voru að fara að skipta um talstöðvarendurvarpa sem staðsettur er á toppi Herðubreiðar, en okkar aðstoð vantaði við að flytja mannskap og búnað upp á topp.
Björgunarsveitamennirnir 6.
Herðubreið skartaði sínu fegursta! Endurvarpinn í forgrunni.
Þegar svona er flutt með þyrlu þá eru settar stroffur í viðkomandi hlut og hann svo hengdur neðan í þyrluna. Þá þarf einhver að vera á jörðinni og húkka í krókinn.
Og þá hverfur maður í mold- og sandroki.
Eftir þetta var haldið á Egilstaði, þar sem tankað var, þá upp í Héraðsflóa, þaðan til Akureyrar og að lokum yfir hálendið og til Reykjavíkur þar sem frábærum degi lauk með safaríkri grillsteik sem beið mín heima.
Þetta er leiðin til að eyða fallegum sumardegi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2008 | 22:18
Loksins eitthvað jákvætt
Loksins, loksins er eitthvað sem hægt er að fagna hjá mínum mönnum í HK. Baráttan og hjartað sem leikmennirnir sýndu í seinni hálfleik er til fyrirmyndar og strákarnir geta borið höfuðið hátt.
Hemmi var óheppinn, en fyrst að flautað var, þá var ekki annað hægt en að lyfta rauða spjaldinu hjá annars góðum dómara leiksins.
Þökk sé besta markmanni landsins, afmælisbarninu Gulla, þá var HK enn í leiknum þegar Höddi minnkaði muninn og síðasta korterið því háspenna með pressu frá HK og stórhættulegum skyndisóknum hjá UBK.
En það fór sem fór og strákarnir verða bara að taka baráttuna með sér í framhaldið og gera eins gott mót og hægt er.
Áfram HK.
![]() |
Breiðablik - HK, 2:1, Hermann Geir rekinn af velli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2008 | 16:00
Afhverju ekki?
Það sem verið er að tala um hér er að greiða einhverjum aðila fyrir að rúnta um ákveðin hverfi á ákveðnum tímum til að fylgjast með hvort eitthvað grunsamlegt eða "öðruvísi" sé í gangi. Þetta er ekkert öðruvísi þjónusta og Öryggismiðstöðin og Securitas eru að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum upp á nema að ekki eru skynjarar í viðkomandi eignum.
Það er nokkuð ljóst að lögreglan hefur ekki og mun ekki hafa mannskap né fjármuni í svona eftirlit og menn mega ekki rugla eftiliti saman við löggæslu.
Ég fagna þessu skrefi og vona að lögreglan geti þá beitt sér enn frekar að löggæslu á meðan aðrir fylgjast með eigum fólks og kalla til lögreglu ef hlutirnir eru ekki eins og þeir eiga að vera.
![]() |
Hverfagæsla boðin út í Kópavogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2008 | 12:42
Bensínverð
Var að spá.......
Nú er tunnan af olíu búin að lækka um 10 dollara á síðustu tíu dögum og krónan er búin að styrkjast um nokkur próstent á síðasta hálfa mánuði.
Bensínrisarnir hér eru búnir að lækka um EINA krónu á þessum tíma.
HVAR ERU LÆKKANIRNAR ÞIÐ SAMRÁÐSÞJÓFAR????
SKILIÐ ÞESSUM LÆKKUNUM TIL OKKAR!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2008 | 12:56
Hverjir eru að mótmæla?
Ég er bara ekki að átta mig á þessu liði. Hvað er þetta fólk að villast hingað upp til Íslands að mótmæla jarðvarmavirkjunum? Er tíma þessa fólks ekki betur varið í að mótmæla framkomu Bandaríkjamanna gagnvart jörðinni og lífríki jarðar. Maður getur ekki betur séð en stefna yfirvalda fyrir vestan haf eigi eftir að ganga af plánetunni dauðri mikið fyrr en aðgerðir allra annara ríkja samanlagt.
Besta dæmið er nú um daginn er Bush neitaði að skrifa undir samning um helmingsminnkun skaðlegs útblástrar á næstu árum.
Einnig gæti þetta fólk farið og mótmælt framkomu stjórnvalda við fólk í ríkjum Afríku. Nei það hentar ekki.
Mig langar að öskra þegar tvískinnungsháttur þessa fólks er gerður opinber, sbr. viðtalið við Miriam Rose: "Hún segir að fyrstu dagarnir fari í það að fræða fólk um það sem sé að gerast á Íslandi". Af hverju er þetta lið að koma til landsins ef það veit ekki stöðuna og hverju á að mótmæla!
Ég ætla að hætta núna áður en ég verð orðljótur.
![]() |
Mótmælabúðir á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.7.2008 | 22:26
Vá og bravó. Til hamingju strákur!!!!
17 sekúndur!!!!!!! Gerir einhver sér grein fyrir hvað þetta er rosalegt.
17 sekúndum betri en NOKKUR annar Íslendingur.
Maður á bara ekki til orð. Hvers megum við vænta frá strák í framtíðinni?????
![]() |
Sindri norskur meistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2008 | 20:13
Grillsumarið mikla
Það er búið að vera það gott undanfarnar vikur að reglulega hefur verið rölt út á svalir og fírað upp í grillinu. Það er búið að skella ýmsu yfir gaslogana á þessum tíma. Þetta klassíska, lamb og grís en einnig hefur einstaka nautasteik ratað út og hrefnukjöt fær reglulega að eldbakast hjá okkur. Einnig fer, að sjálfsögðu, hamborgarar og/eða pylsur (með upsiloni) handa krökkunum.
Það var hinsvegar nýtt á grillinu hjá okkur áðan. Það var nefninlega grillaður silungur. Þetta var gert á einfaldan hátt, bara kryddað með svörtum pipar, sítrónupipar og salti, skellt í nokkrar mínútur yfir eldinn og svo borðað með hrísgrjónum, fersku grænmeti og berneassósu.
Ég mæli með þessu, þetta var með betri fiskmáltíðum sem ég hef fengið í mjög langan tíma og krakkarnir borðuðu þetta meira að segja.
Kaupið bara frysta bleikjubita í BÓNUS, kostar aðeins 899 kr/kg, kryddið og grillið - það klikkar ekki.
9.7.2008 | 23:11
Sigurvegari kominn heim
Ég bara verð að monta mig aðeins. Kristberg Óli fór til Vestmannaeyja í 4 daga í lok júní til að keppa á Shellmótinu sem er knattspyrnumót fyrir 6. flokk eða 8-10 ára gutta. Kristberg spilaði með liði 4 hjá HK eða D-liðinu eins og það hefur heitið í gegnum knattspyrnusöguna.
Það er skemmst frá því að segja að strákarnir í liði 4 hjá HK stóðu sig eins og hetjur, þrátt fyrir sjóveiki á útleið og erfiðan fyrsta dag þar sem hlutirnir voru ekki að ganga upp hjá þeim.
Strákarnir héldu áfram að hafa gaman að hlutunum og uppskáru á endanum þar sem þeir unnu lið 5 hjá ÍBV í úrslitaleik um Heimaklettsbikarinn og komu því með dollu heim til að setja í skápinn í Fagralundi.
Hér er Kristberg Óli með dolluna.
Og dollan fer á loft.
End mont
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2008 | 12:46
Ég er enn á lífi!
Maður er búinn að vera svo latur við að blogga að það hálfa væri nóg. Ég er búinn að vinna talsvert undanfarið og má ekki líka segja að fólk hafi gott af smá tölvufríi í þessari veðurblíðu sem búin er að herja á okkur.
En annars hefur eitt og annað gerst í blogghléinu. Ég skrapp t.d. til Færeyja 18.-20. júní, var þar í vinnuferð, tengt alþjóðafiskveiðieftirliti (vá hvað þetta er eitthvað langt orð). Þar upplifði ég að keyra megnið af vegum Færeyja, fór frá flugvellinum í Vågum til Klaksvikur og gisti þar á sjómannaheimilinu í tvær nætur áður en keyrt var til baka og flogið heim. Í Færeyjum var skýfall allan tímann. Það rigndi eldi og brennisteini og vatni frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Stórskemmtilegt alveg og fullvissaði mig um að það er hárrétt ákvörðun að hafa aldrei íhugað að flytja til þessara nágrannaeyja okkar.
Næstu tvær helgar var ég svo á þyrluvakt og fór m.a. í nokkur skemmtileg æfingaflug. Eitt það skemmtilegasta flug sem ég hef farið í var laugardaginn 28. júní en þá fórum við yfir Surtsey og þaðan yfir Heimaey þar sem Kristberg, mitt elsta barn, var að keppa á Shell mótinu, knattspyrnumoti 8-10 ára stráka. Að sögn viðstaddra vakti þetta yfirflug talsverða lukku, en við máttum passa okkur á að vera ekki of lengi yfir svæðinu þar sem strákarnir sem voru að keppa á þessum tímapunkti voru farnir að horfa meira upp í loftið en á boltann. Þaðan fórum við svo upp í Landmannalaugar þar sem við tókum eina fjallabjörgunaræfingu og flugum svo eftir Jökulgilinu. Þetta gerðist allt í frábæru veðri og var einn af hápunktum sumarsins hingað til.
Svo er búið að standa í kjarasamningabrölti en það er yfirstaðið, þ.e. ef undirritaður samningur verður samþykktur. Aldrei þessu vant þá gengu samningar hratt fyrir sig enda kannski ekki mikið í boði meðan ástand þjóðfélagsins er eins og það er.
Eftir þetta hefur verið hefðbundin rútína nema að því leyti að börnin eru öll komin í sumarfrí og því kannski ekki skemmtilegt fyrir þau, ekkert hægt að fara eða gera þar sem karlinn er í vinnu og fær ekki frí fyrr en í ágúst. Við ætlum reyndar að leysa það með því að framlengja fríi krakkana og fara í einhverja reisu norður fyrripart ágúst.
Þetta er búið að vera góður kafli undanfarið, bæði veðurfarslega og eins hefur verið lítið að gera hjá okkur á þyrlunni, nema í æfingum og það er kannski það besta.
Ég vona að þið séuð búin að njóta sumarsins og að þið gerið það áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar