Hið mikla vald Spaugstofunnar!

Í Kastljósi kvöldsins var Pálmi Gestsson að fara yfir fréttir síðustu viku og að sjálfsögðu þurfti hann að verja síðasta þátt þeirra Spaugstofumanna og verð ég að segja að hann komst betur frá þessu en Karl Ágúst gerði fyrr í vikunni.

 

Það stakk mig þó eitt komment frá Helga Seljan og ég réði ekki við munnvikin sem heimtuðu að fá að vísa upp í smátíma. "Eftir Halldóri Ásgrímssyni er haft að þeir fimmenningar á stofu spaugssins eru búnir að láta hann (Halldór) og Framsóknarflokkinn líta svo illa út að enginn vill kjósa þá lengur, snökt, og ég held bara, snökt, að ég og vinir mínir verðum barasta að hætta í pólitík, snökt, þið látið okkur líta svo illa út, BUUUUUUHUUUUHUUUUHUUU. Frábært svar frá Pálma, eins og hans er von og vísa, "þessir karlar þurfa ekki hjálp frá nokkrum manni til að líta illa út!" Blush Þarna hitti hann naglann á höfuðið og sló tvær flugur í þessu sama höggi.

Þarna erum við nefninlega komin á þann stað að blessaðir pólitíkusarnir okkar eru einfaldlega með vont PR. Það getur verið að það sé búið að kaupa fullt af flottum og dýrum fötum en það felur bara ekki til lengdar óhreinindin sem eru innan við fötin. Eftir ákveðinn tíma kemur óheiðarleikin, sjálfumhyggjan og rotnunin í ljós og þá er best að snökta og finna sér einhverja leikara, sem túlka sinn sannleika og sínar fréttir á gamansaman og heiðarlegan hátt, og kenna þeim um að hinn almenni borgari sé farinn að hlaupast undan skítalyktinni sem angar af störfum viðkomandi pólitíkusa.

Þetta er bara skemmtilegt.


Upp á líf og dauða

Var að horfa á fréttirnar og Kastljósið á RÚV. Þar voru viðtöl við Jón Baldursson, yfirlækni á slysa- og bráðadeild LSH, Bjarna Eyvindsson deildarlækni á slysa- og bráðadeild LSH og Má Kristjánsson sviðsstjóra sama sviðs. Voru þessi viðtöl vegna ákvörðunar yfirstjórnar LSH að taka lækninn sem var á neyðarbílnum og nýta hann til starfa inni á deild. Voru þetta athygliverðar umræður og misjöfn sjónarhorn sem komu þarna fram. Mig langar að blanda mér aðeins í þessa umræðu.Þeir eru sammála um að af þeim 3-4000 útköllum sem neyðarbíllinn fer í árlega, þá séu um 5-10 % útkalla þar sem afskipti læknis geti skipt sköpum. Við erum þá að tala um 150 til 400 manns á ári. Már vill meina að bráðatæknar muni koma í staðinn fyrir læknana og læknarnir koma á vettvang örlítið síðar þar sem LSH verði með tiltækan bíl sem geti farið með lækninn á vettvang þegar þarf. OK, gefum okkur að þetta sé í lagi, að þetta hafi engin áhrif á fjölda dauðsfalla á vettvangi eins og Már og hans yfirstjórn vill gera. Er þá nokkur þörf á lækni á vettvang yfir höfuð, getum við ekki bara látið okkar frábæru sjúkraflutningamenn SHS skila sjúklngunum á slysadeild þar sem læknarnir taka við þeim og sinna eftir því sem kostur er. Skítt með þessa 2-3 sem munu koma til með að deyja á vettvangi og/eða á leið á slysadeild.Skítt með þá, því við getum notað lækninn sem var á neyðarbílnum inni á slysadeild að taka á móti þessum 60-70000 sem koma þar inn árlega. Þetta er kostur vegna þess að eftir því sem Jón yfirlæknir segir þá vantar 10-16 lækna inn á slysadeild til að anna þessum árlegu komum. Nei, það vantar ekki 10-16 lækna segir Már, þetta er misskilningur, það vantar EINN lækni og hann kemur núna af neyðarbílnum og öll vandamál slysadeildar eru úr sögunni. Eða hvað? Nei kannski ekki alveg því yfirstjórnin ætlar að kaupa bíl. Þennan bíl þarf að sérútbúa til forgangsaksturs og svo þarf að ráða a.m.k. 4 menn til að vera á vakt til að keyra þennan bíl. Allavega sé ég ekki læknana keyra sjálfa í útköll á forgangi kannski í lok 24 tíma vaktar. Hvar er öryggi þeirra og annarra vegfarenda þá?En gefum okkur samt að allt þetta gangi upp hjá LSH, náðist þá upphaflegt markmið? Markmiðið er að spara 31 milljón á ári, læknirinn fer á gólfið  og nýtist þar og þjónustan við lýðinn er aukin! Ég sé ekki aukna þjónustu í þessu þar sem gæði utanspítalaþjónustu hljóta að minnka, með fullri virðingu fyrir okkar frábæru bráðatæknum sem ég hef endalaust álit á, þá eru þeir ekki læknar og peningarnir, sem eiga að sparast, fara í að greiða fyrir útkallsbíl lækna og laun ökumanna bílsins. Sparnaðurinn er þá u.þ.b. 5 milljónir á ári. Það er hægt að gera betur við yfirstjórnina fyrir þann árangur ekki satt?Svo má ekki gleyma því heldur að þeir frábæru fagmenn sem manna sjúkrbílana okkar eru einnig slökkviliðsmenn. Hvað ætla menn að gera ef upp kemur á sama tíma stórt umferðarslys þar sem 4 sjúkrabílar (8 menn) eru bundnir í einhvern tíma OG stór bruni þar sem 2 af 5 vakthafandi á Tunguhálsi, Skógarhlíð, og Hafnarfirði eru á slysavettvangi annrs staðar. Hafa menn eitthvað hugsað um þetta?

Ég tek undir með Má Kristjánssyni, það þarf að horfa á heildarmyndina en stjórnendurnir virðast því miður ekki vera að gera það.

Ég skora á heilbrigðisráðherra að kippa þessu í liðinn hið fyrsta og segja við yfirstjórn LSH "svona gera menn ekki". 

Merkilegt

Merkilegt þykir mér að þessi frétt sé merkileg. Það er nú einu sinni þannig að hvorki meira né minna en TVÆR heimstyrjaldir voru háðar í Evrópu á síðustu öld.

Var ég kannski að misskilja eitthvað þegar mér var talin trú um að fleiri en 50 hafi látið lífið í hvorri styrjöld fyrir sig.

Merkilegt!


mbl.is 50 beinagrindur finnast í þýskum bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Reykvíkingar

Það verður að viðurkennast að nýjasti þátturinn í farsanum sem sýndur er þetta tímabilið í borgarpólitíkinni er sorglegur. Nafni minn, oddviti sjálfstæðismanna, blindaður af gullgeislum borgarstjórastólsins, hefur lagt sig allan fram að ná honum aftur og lái honum hver sem vill. Menn eru jú væntanlega í pólitík til að hafa áhrif og hvar hefur fólk meiri áhrif en í stjórnunarstöðum. Hitt er aftur annað mál hversu langt menn eiga að teygja sig til að komast til valda. Eiga menn að gefa öll baráttumál eftir og jafnvel áhrifamestu stöðurnar, þó það sé bara til skemmri tíma. Ef litið er á stjórnarsáttmála nýs meirihluta þá sér maður öll helstu baráttumál Frjálslyndra og óháðra eða hvað?

Eftir því sem ég rýni betur í þetta þá sé ég ekki betur en að við flestöll atriði stendur "leitast skal við" eða "við fyrsta tækifæri". Þessir tveir frasar segja mér að ekkert á að gera nema lækka fasteignaskattinn og þiggja laun fyrir að vera mikilvæg/ur. Við sjáum nefninlega að skipt er um fólk í ÖLLUM launuðum stöðum, sem þýðir tvöföld laun í 3 mánuði í flestum tilfellum.

Við þessa meirihlutabreytingu gerist það líka að skipt verður um meirihluta og formennsku í öllum nefndum og ráðum og sú vinna sem farið hefur fram þar byrjar eina ferðina enn á núlli því þeir sem taka við formennsku í téðum nefndum og ráðum þurfa nefninlega að finna upp hjólið einu sinni enn svo að þau geti barið sér á brjóst og sagt ÉG gerði mest og best.

Þegar upp er staðið þá er það eina sem Ólafi og sjálfstæðisflokknum hefur tekist með þessu útspili er að lama starfsemi borgarinnar til skemmri tíma og kosta borgarbúa tugi eða hundruð milljóna í valdafíkn sinni.

Við getum kannski sagt okkur það sjálf ef við setjum okkar vinnustað í þessi spor: Skiptið út allri yfirstjórn og deildarstjórum á þriggja mánaða fresti og sjáum hvernig vinnustaðurinn virkar!!!!

Til hamingju Reykvíkingar


Á skólabekk

Nú er það svart. Gamli maðurinn, þ.e. ég, hefur tekið sig til og skráð sig í nám. Já ekki er öll vitleysan eins, farið að síga á seinni hlutann í fertugt og þá loksins asnast ég af stað og ætla að klára stúdentinn. Tók 6 einingar í fjarnámi í FÁ fyrir jólin og tek 6 einingar þessa önnina.

Núna lét ég verða af þessu og verð því að éta ofan í mig stóru orðin. Ég ER að lesa nóbelsskáldið Laxness, þurfti að lesa klukkuna fyrir áramót og er að byrja á fólkinu sjálfstæða núna. Verst þykir mér að þegar ég var búinn að hemja fordóma mína er varðar stafsetningu skáldsins, og horfa framhjá henni, þá var klukkan bara ÁGÆTIS saga. Í GUÐS bænum ekki segja neinum frá þessari játningu minni.

Ég á eftir að læra svolítið betur á þetta bloggvesen þar sem ég er byrjaður á þeirri vitleysu líka þó að ég hafi lítið að segja, þetta er bara almennt tuð sem fáir hafa gaman af. Kosturinn er hins vegar að það er hægt að slökkva á vafranum en erfiðara er að slökkva á tuðinu þegar ég er "LIVE"

Þar til síðar, hafið það gott


« Fyrri síða

Höfundur

Vilhjálmur Óli Valsson
Vilhjálmur Óli Valsson

Tuðari af Guðs náð

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband