Færsluflokkur: Bloggar
12.12.2008 | 09:51
Hvað er að?
Þetta er spurning sem ég spyr sjálfan mig á morgnana þegar ég hef lokið fyrstu verkum eftir að mætt er í vinnu.
Eftir þol- og styrktarpróf sem farið er að gera kröfur um á vinnustað mínum þá komst ég að því að líkaminn var ekki í jafn góðu standi og ég taldi. Þá var ekki um neitt annað ræða en að koma sér í stand og fór ég þá í þá aðgerð að fara og hlaupa 3-4 sinnum í viku og sjá hvað það myndi skila mér miklu. Eftir 6 vikur þá er ég búinn að bæta tímann minn í 3,2 kílómetra hlaupi um 1 mín 20 sek sem mér þykir bara nokkuð gott, er kominn niður í 15:25 á þessari vegalengd.
Ég verð hins vegar að viðurkenna að ég er allur lurkum laminn eftir vikuna og föstudagshlaupin (og ræktin þar á eftir) er algjör kvöl og pína. Þá kemur upp þessi spurning: hvað er að, afhverju er ég að þessari vitleysu, mér líður bara illa eftir vikuna, er illt í skrokknum (sérstaklega kálfunum) og svo koma kommentin frá félögunum: djö..ertu ruglaður eða helv..harka er í þér, ekki nenni ég þessu. En þegar ný vika byrjar á mánudegi og ég reima á mig skóna þá er maður svona líka vel upplagður og líðanin er rosalega fín. Þá er líkaminn búinn að jafna sig í tvo daga og er í fínu ásigkomulagi.
Það er ekki spurning að stór munur er á líðan minni og ástandi líkamans eftir að ég fékk spark í rassinn um að fara að hugsa betur um líkamann. Ég mæli með því að allir fari af stað, ekki að hlaupa, það er alveg nóg að fara í göngutúra í hálftíma 3-4 sinnum í viku. Munurinn finnst strax eftir fyrstu vikuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.12.2008 | 16:05
Drullusokkar
Þarna kemur þetta allt í hnotskurn. Þessi drullusokksháttur þeirra sem hafa fjármagnið og svífast einskis að taka hinn almenna borgara ósmurt í rassgatið til þess eins að halda áfram sukki sínu en taka svo ekki ábyrgð á neinu sem fer miður er alveg að gera mig brjálaðan.
Þetta er alveg í stíl við Kompásviðtalið við Björgólf Thor þar sem hrun íslenska fjármálakerfisins var mér, ríkinu og hinum aumingjunum að kenna. Sama má segja um Jón Ásgeir, sem sagði í Silfri Egils að hann ætti ekki neitt eftir árásir og öfund í sinn garð.
Svo kemur þessi frétt sem er um smækkaða útgáfu af því sem Björgólfar, Jónar og Hannesar ásamt fleirum eru búnir að vera að gera í mun stærri útgáfu.
Við ættum að fara að mótmæla þessum drulluhölum og krefjast þess að þeir fari að skila einhverju af ránsfengnum til baka. Því hverjir eru að borga þetta á endanum? Jú ég og hinir sem eigum ekki neitt.
Þá skora ég á ríkisstjórnina að breyta lögum svo þetta verði ekki hægt í framtíðinni.
Next og Noa Noa aftur í eigu sömu hjóna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 00:24
Hvaða rugl er í karlinum?
Maður skyldi halda að á meðan Samfylkingin er í ríkisstjórn þá séu allir embættismenn sem skipaðir eru af ríkinu starfandi í umboði viðkomandi ríkisstjórnar.
Ef hins vegar þetta er rétt hjá Össuri þá er ríkisstjórnin sprungin og boða ætti til kosninga án tafar. Einnig er það svo að ef Samfylkingin vildi Davíð úr Seðlabankanum, af einhverri alvöru, þá væri karlinn farinn.
Þetta hljómar eins og óþekkur krakki sem með semingi hlýðir vegna þess að hann fær kannski að ráða næst. Það er annaðhvort það eða ráðherrann hefur verið þunnur eftir helgina og ekki getað hugsað rökrétt.
Ég held að ráðamenn íslenska ríkisins, sama hvort það eru pólitíkusar eða embættismenn, ættu að fara að beita kröftum sínum að því að koma þegnum landsins til hjálpar í stað þess að rífast allan liðlangan daginn um hluti sem skipta engu máli.
Bókunin frá Össuri komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.12.2008 | 09:29
Brjóta hvaða ís??
Miðað við minnkun íshellunar á Norðurskautinu þá finnst manni ekki mikil þörf á þessari smíði. Eftir því sem ég best veit mun norðurleiðin milli Asíu og Evrópu opnast innan fárra ára og öll græn samtök og umhverfisstofnanir benda á hættuna sem er yfirvofandi vegna rýrnunar íssins.
Er þá ekki peningunum betur varið í eitthvað annað uppbyggilegra en þetta eða eru það ekki gróðasjónarmiðin sem öllu ráða þarna, þetta er í raun ekki ísbrjótur með borturni, þetta er olíuborskip með möguleika á að leita að olíu á hafsbotninum undir ísnum. Vísinda og rannsóknarstörfin eru svo bara notuð til að réttlæta rauntilganginn.
Hvar eru náttúruverndarsamtökin núna?
Stærsti ísbrjótur í heimi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.12.2008 | 17:23
Hvernig er hægt að framkvæma launalækkun?
Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að mín laun, sem og annara, séu varin af kjarasamningum og að ekki sé hægt að lækka þau án þess að segja ráðningarsamningi upp.
Ég hef reyndar alltaf haldið líka að hjá ríkinu (sem ég starfa hjá) væri greitt eftir töxtum og að ekki væri um yfirborganir að ræða, a.m.k. ekki hjá hinum almennu starfsmönnum. Þá er svolítið furðulegt að hægt sé að lækka laun þar sem viðkomandi stéttarfélög hafa samið um launataxta sem eru lágmarkslaun fyrir viðkomandi starf. Hinsvegar ef verið er að borga starfsmanni meira en taxtar kjarasamninga segja til um þá er búið að semja við viðkomandi starfsmann um það og sá samningur í gildi þar til honum er sagt upp með lögbundnum fyrirvara. Þá er viðkomandi starfsmanni í sjálfvald sett hvort hann taki tilboði vinnuveitanda um lægri laun (sem eru þó aldrei lægri en taxti kjarasamnings viðkomandi stéttarfélags.
Kannski er þetta bara misskilningur hjá mér en vill þá einhver vera svo vinsamlegur að leiðrétta svo ég haldi ekki áfram á þessum villigötum.
Óréttlætanleg ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2008 | 12:45
Hvers vegna þessi mótmæli?
Er von að maður spyrji.
Ég vona að fólk sé ekki svo illa gefið að það fari að trúa því að maðurinn hafi verið handtekinn vegna þess að mótmæli hafi verið skipulögð á Austurvelli í gær! Heldur fólk virkilega að yfirvöld hafi ákveðið að taka þennan mann úr umferð vegna þess að hann er svo ROSALEGUR mótmælandi. Ég held ekki. Það eru komnar skýringar frá Lögreglustjóranum í Reykjavík sem maður verður bara að trúa.
Hitt er annað mál að allur fréttaflutningur af þessum skrílslátum (því þetta voru ekkert annað en skrílslæti) við lögreglustöðina er mjög skrýtinn. Reynd er að vekja samúð með þeim sem fóru með ofbeldi og skemmdarverkum inn í bygginguna og svo er lögreglan gagnrýnd fyrir að verja vinnustað sinn fyrir þessum lýð. Svo fara fréttamenn stöðvar 2 á límingunum yfir að myndatökumaður þeirra hafi fengið piparúða í augun. HVERN FJANDANN VAR HANN AÐ ÞVÆLAST Í FARARBRODDI?? Svo skil ég ekki afhverju lögreglan handtók ekki þá sem voru í fararbroddi þarna og brutu rúður og hurðir.
Í kjölfarið kemur þingkona VG, Álfheiður Ingadóttir, og gagnrýnir lögreglu fyrir að halda uppi lögum og reglu. Að mínu mati ættu þingmenn og konur að eyða tíma sínum og orku í að vinna að betra ástandi í stað þess að reyna að berja sér á brjóst fyrir það sem aðrir eru að gera. Ég man a.m.k. ekki eftir að þessi þingkoma hafi komið fram með tillögur að lausnum eða bara eitthvað vitrænt í umræðuna síðan hrunið varð.
Að lokum ætla ég að taka það fram að ég styð ekki þessa ríkisstjórn en styð heilshugar friðsöm mótmæli í miðbænum eins og verið hafa undanfarna laugardaga. Ég styð hins vegar ekki lögbrot, ofbelsi, skemmdarverk og skrílslæti. Það eru aðferðir sem munu aldrei skila árangri.
Fanganum sleppt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2008 | 18:18
Er þetta ekki raunin í fleiri tilfellum?
Ég er búinn að halda því fram í langan tíma að viðskipti þessara kaupahéðna eins og Jóns Ásgeirs , Björgólfs T. og fleiri herramanna sem búnir eru að berast mikið á í íslensku fjármálalífi undanfarin ár, þ.e. fjárfestingar þeirra í bönkum, hafi verið allann tímann til að ná fé út úr bönkunum á sem einfaldastan hátt, með minnstri fyrirhöfn og helst með engum veðum.
Hvernig er annars hægt að kaupa (búa til) fyrirtæki og selja það á 6-12 mánaða fresti með 10 milljarða hagnaði, þó svo að fyrirtækið hafi engar tekjur en er með rekstrarkostnað upp á 5-7 milljarða á ári.
Svona viðskipti, að mínu mati, eru hrein og klár bókhldssvik og þjófnaður, því farið var með kaupverðið í bankana og fengið lán fyrir, en hverjir tóku ákvörðun um lánin? Jú það eru sömu menn og sóttu um viðkomandi lán. Og svo geta þessir drullusokkar sagt að fjármálakreppan á Íslandi sé heimilisrekstrinum mínum að kenna. Well F***k off herramenn. Ég vona að svik sannist og að þetta lið verði lokað inni í langan tíma.
Verklagsreglur brotnar við lánveitingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2008 | 11:30
Hvers vegna ESB?
Ég hef verið að furða mig á ást stjórnmálamanna á ESB, sérstaklega undanfarnar vikur. Það er nefninlega svo að tvær stórar þjóðir innan ESB, Bretar og Hollendingar, hafa gert efnahagsástandið hér á landi enn erfiðara en það þarf að vera með skilningsleysi og beinum árásum á land okkar.
Þegar komið er svona fram við okkur meðan við erum utan sambandsins hvernig verður þetta eftir að Ísland er gengið í sambandið. Sanna ekki atburðir síðustu missera að ekkert er hlustað á okkur eða tekið tillit til okkar sjónarmiða og verðum við þá ekki bara einhver mjóróma rödd sem enginn mun taka mark á þegar á Evrópuþingið er komið?
Ég held að við ættum að horfa í fleiri áttir og skoða aðra möguleika áður en hlaupið er í fang ESB. Er t.d. ekki hægt að taka upp dollar alveg eins og evru? Afhverju hefur ekkert verið rætt um þann möguleika? Getur verið að ráðalausa fólkið í ríkisstjórn og þingi hafi einhverja aðra hagsmuni að leiðarljósi en okkar almennings?
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2008 | 08:32
Hvað með stýrivexti??
Þá hlýtur næsta frétt að verða um hækkun stýrivaxta í viðkomandi löndum upp í a.m.k. 18% er það ekki?
Skrýtið, ég man ekki eftir þannig fréttum frá Úkraínu um daginn.
Skyldu vera hæfari einstaklingar við stjórnvölinn þar en hér? Er von að spurt sé?
Ungverjum tryggt lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2008 | 14:01
Það var einmitt svo.
Auðvitað er þetta ekki þér að kenna Björgólfur minn. Þú ert núna, sem stundum áður, fórnarlamb siðspilltra og vanhæfra stjórnmálamanna er það ekki??
Þessir vanhæfu menn gáfu þér Landsbankann með óstjórn sinni og ætli það sé ekki fyrsta skrefið sem varð til þessa hruns sem er í gangi. Ég gæti sem best trúað því. Það er örugglega vegna 63 sálna á þingi sem þú steyptir Landsbankanum í mörg hundruð milljarða skuld sem ég þarf að greiða hluta af núna.
Segðu okkur þá annað, svona fyrst þú ert byrjaður að grenja yfir þessari óréttlátu meðferð karlinn minn, hvert fóru allir peningarnir sem lagðir voru inn á Icesave í Bretlandi?? Getur verið að þú, sonurinn og einhverjir útvaldir viðskiptafélagar hafi fengið breskan sparnað greiddan beint inn á prívatreikninga svo lúxuslífið geti haldið áfram? Þetta eru bara litlar spurningar sem koma upp í kollinn. Það getur verið að ég sé bara svona illa gefinn, en það lítur bara út fyrir að þú og þínir félagar séu bara ótýndir þjófar og sá stimpill mun verða á sínum stað á meðan ekki koma trúverðugar skýringar frá ykkur eða þið sýnið þann manndóm að koma með allar eigur ykkar, afhenda þær ríkinu(almenningi) og biðjast opinberlega afsökunar á hátterni ykkar og gjörðum.
Krónan stærsta vandamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun