Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.3.2009 | 22:31
Til hamingju Kata!!
Aftur sýnir Katrín Júl pólitíska skynsemi og skýtur þar með 1. sætis kandidötunum ref fyrir rass og nælir í öruggt þingsæti. Með þessu er hún líklega að stimpla sig inn sem einn klárasti stjórnmálamaður landsins. Ef hún hefði boðið sig fram í fyrsta hefði hún líklega ekki komist á blað.
Enn og aftur til hamingju Kata :-)
Árni Páll sigraði í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.3.2009 | 10:56
Björgunarþjónusta við Ísland!
Vegna frétta undanfarin misseri af Landhelgisgæslu Íslands (LHG), stöðu hennar og rekstri er tímabært að draga saman þau fréttabrot sem birst hafa og meta út frá þeim hver staðan er í raun er varðar björgunarþjónustu við Ísland.
Sagan
Frá því í september 2008 hefur LHG verið með starfsemi í algjöru lágmarki, varðskipin, Týr og Ægir, hafa meira og minna legið bundin við bryggju í Reykjavík, skipulagðar æfingar á þyrlum hafa eingöngu verið til að uppfylla lágmarkskröfur og flugvél LHG, TF-SYN, hefur verið geymd í flugskýli LHG frá í september og verið notuð eins spart og möguleiki er. Flest þessara tækja hafa reyndar verið tilbúin til neyðarþjónustu á þessum tíma ef frá er talinn tími til reglubundins viðhalds.
Staðan í dag
Samkvæmt viðtali við forstjóra LHG í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. febrúar sl. og frétt á heimasíðu LHG degi síðar, kemur fram að með aðhaldsaðgerðum hafi verið gripið til þeirra ráða að fækka stöðugildum hjá LHG um 31 í 137 eða fækkun starfsfólks um 20% á innan við ári og að sagt hafi verið upp öllum fastlaunasamningum sem í gildi voru innan stofnunarinnar sem sparar 5-10% á hvern starfsmann sem um ræðir. Einnig hefur það verið gert opinbert að þremur þyrluflugmönnum hefur verið sagt upp störfum og til hagræðingar hefur verið dregið saman á Vaktstöð siglinga sem verður í framtíðinni aðeins mönnuð 2 mönnum helming sólarhringsins. Dregið verður úr úthaldi varðskipa um þriðjung, sjómælingabáturinn Baldur verður ekkert gerður út á árinu og flugtímum á þyrlu fækkað eins og kostur er. Allar þessar aðgerðir stuðla að því að hægt er að halda rekstri LHG innan þess ramma er fjárlög setja stofnuninni.
Afleiðingar
Dómsmálaráðherra sagði í kvöldfréttum Sjónvarpsins 01. mars sl. að ekki verði dregið úr björgunarþjónustu að neinu marki og að öryggi sjómanna sé tryggt með þeim tækjum og mannskap sem eftir stendur hjá LHG. Opinber gögn sýna hins vegar að þegar 3 þyrlur eru í rekstri er hægt að tryggja að ein sé flughæf. Auðvitað munu koma tímar þar sem allar þyrlurnar verða ganghæfar í einu en viðhalds- og öryggiskröfur á þessar vélar eru slíkar að líklegt er að megnið af árinu verði í besta falli 2 þyrlur útkallshæfar og að í kjölfarið á uppsögn þriggja þyrluflugmanna verði ekki hægt að halda úti tveimur þyrluvöktum nema hluta ársins. Þá er það staðreynd að á meðan er aðeins eitt varðskip úti á sjó í einu og heilbrigð skynsemi segir að það dugi illa til að gæta okkar lögsögu eða bregðast við sjóslysum innan ásættanlegra tímamarka. Ofan á allt þetta leggst fækkun starfsfólks í Vaktstöð siglinga sem þjónar annars vegar allri fjarskipta- og öryggisþjónustu við sjófarendur og er hins vegar bakland allra björgunar- og gæslueininga LHG sem eru í notkun. Þegar búið er að draga þetta saman má svo spyrja hvort björgunarþjónustan sé ásættanleg.
Niðurstaða
Það er ljóst að stjórnendur LHG eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda eins háu þjónustustigi og hægt er miðað við þann ramma er stjórnvöld setja þeim. Hitt er svo annað mál hvort eðlilegt sé að ríkisstofnun sem sinnir björgunar- og neyðarþjónustu þurfi að leita út fyrir landsteinanna til að geta keypt olíu á skipin sín og að ekki fáist niðurfelldur virðisaukaskattur af björgunarbúnaði og varahlutum í björgunareiningar. Sá rammi sem stjórnvöld eru að setja er hrein og klár aðför að öryggi sjómanna og hvet ég Dómsmála- og Fjármálaráðherra til að lagfæra stöðu LHG áður en þessi staða kostar mannslíf.
Treysta á eina þyrlu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2009 | 13:38
Frábært
Þetta eru seðlabankastjórarnir þrir. Þá er eftir að telja kostnaðinn við aðra sem verið er að reka úr störfum opinberra stofnana eins og forstjóra FME, f´rafarandi ráðherra, alla aðstoðarmenn fráfarandi ráðherra (15 millur) og fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta fólk fær biðlaun, sem eðlilegt er (nema ráðherrar), í mismarga mánuði eftir starfsaldri. Mér þykir eðlilegur uppsagnarfrestur til handa fólki sem ráðið er í vinnu sanngjarn. Ekki vildi ég standa uppi brottrækur úr mínu starfi með engin laun frá brottrekstrardegi.
Hins vegar þykir mér mjög óeðlilegt að fólk sem kosið er tímabundið til einhverra starfa eins og þingmenn og ráðherrar þiggi biðlaun eftir að þeirra ráðningarsamningur er útrunninn. Það er nefninlega svoleiðis að þegar fólk er kosið á þing þá er það einfaldur tímabundinn ráðningasamningur sem rennur úr gildi án sérstakrar uppsagnar þegar kosið er að nýju.
Á sama tíma og heilög Jóhanna segist leiða ríkisstjórn fólksins sem ætlar að standa vörð um grunn velferðarkerfisins, þá eru nýjir ráðherrar að skipta út ráðuneytisstjórum og aðstoðarmönnum fyrir 82 daga vinnu. Ætli það taki ekki nýja fólkið 80 daga bara að koma sér almennilega inn í þau mál sem verið er að vinna í. Hvers vegna skipti t.d. Össur út aðstoðarmanni Ingibjargar Sólrúnar í utanríkisráðuneytinu og réði Kristján Guy Burgess? Var fyrri aðstoðarmaðurinn ekki starfi sínu vaxinn eða hvað er málið eiginlega? Fyrir 82 helvítis daga!!!
Á sama tíma berast fréttir af Ríkisstofnunum eins og Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og Landhelgisgæslu Íslands sem þurfa að skera niður sín útgjöld um allt að fimmtung!! Lögreglan hefur ekki ráðið inn menn eins og til stóð og búið er að boða uppsagnir 30 manns eða 20% starfsfólks LHG. Samt er hægt að réttlæta "loftrýmisgæslu" erlendra flugherja þó ekki sé hægt að halda uppi grunnlöggæslu á heimaslóðum.
Mér þykir þetta ekki góð forgangsröðun hjá stjórnvöldum og vona að SAINT JÓA sjá sóma sinn í að tryggja löggæslustofnunum okkar nægt rekstrafé til að tryggja öryggi okkar svo að við getum a.m.k. lifað og búið hér nógu lengi til að vera hluti af velferðarríkinu Íslandi.
Meðan embættismenn fá tugi milljóna vegna 82 daga og grunnstofnanir okkar fá ekki rekstrafé þá get ég ekki stutt stjórnvöld.
Biðlaunin áætluð 44 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.1.2009 | 11:49
Í alvöru??
Ég er svo aldeilis hissa. Eða ekki. Hvað á fólk að gera? Atvinnulausir á Íslandi eru komnir yfir 10 þúsund og fer enn fjölgandi. Ríkið er ekki tilbúið að gera neitt til að búa til vinnu og í raun er ríkið að draga úr umsvifum og verkefnum, samanber aðgerðirnar í heilbrigðisgeiranum og uppsagnirnar sem eru yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni. Það eina sem ríkisstjórnin er að gera er að styrkja og styðja við hugmyndir, sem gætu orðið arðbærar eftir 5-10 ár, og svo "sprotafyrirtæki", sem eru góðra gjalda verð, en skapa mjög fá störf.
Það er enga atvinnu að hafa á Íslandi í dag svo að rökrétt skref hjá þeim sem hafa misst atvinnuna er að horfa út fyrir landsteinana til að hafa í sig og á. Ég veit að ég mun gera það fari svo að ég standi upp án atvinnu nú á vormánuðum.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.12.2008 | 10:52
Hvernig á að mótmæla?
Það er best að varpa einni sprengju inn í umræðuna.
Fyrir það fyrsta þá er ekki sama hvernig er mótmælt. Eins og ég hef sagt áður, þá mun það aldrei bera árangur að fara fram með lögbrotum og ofbeldi. Hverju mun það t.d. skila að slást við háaldraða þingverði eða þrautþjálfaða lögreglumenn? Fólk verður að fara að átta sig á því að einu marktæku mótmælin eru í orði, aðhaldi og síðast en ekki síst í kjörklefunum í kosningum. Þá fær fólk tækifæri á að koma ríkisstjórninni frá.
Hvað segja skoðanakannanir núna? Jú að ef kosið er þá yrðu að öllum líkindum sömu flokkar í ríkisstjórn, að vísu með breyttu hlutfalli, en á endanum með sama fólkinu.
Hitt er svo annað mál, hverjir eru að mótmæla? Eru þetta ekki skólakrakkar sem búa í foreldrahúsum, eiga ekkert og lifa á foreldrunum oft fram undir þrítugt! Eru þessir krakkar að mótmæla því að mamma og pabbi eiga ekki lengur tvö þúsund kall svo þau komist í bíó í kvöld?
Ég spyr vegna þess að þeir sem eru í raunverulegum vanda, hinar almennu barnafjölskyldur, þar sem fyrirvinnan þarf að sækja atvinnuleysisbætur nú um áramót, sýnir af sér þann þroska að maæta á Austurvöll á laugardögum og í Háskólabíó á mánudagskvöldum og mótmælir þar með öðru en ofbeldi og vanvirðingu gagnvart lögreglu.
Munið að lögreglan er fólk eins og við sem hefur að lifibrauði að viðhalda lögum og reglu í landinu. Veitum þeim þá virðingu sem þau eiga skilið. Þið viljið væntanlega hafa lögregluna innan seilingar þegar glæpir eru framdir gagnvart ykkur.
Átök við Ráðherrabústaðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 17:10
Hver er tilgangurinn?
Er það ekki stóra spurningin?
Mér finnst algerlega tilgangslaust að boða til kosninga ef sömu slóðarnir og sitja á þingi núna eru í framboði aftur. Það er ekki nóg að kjósa, við verðum að kjósa nýja einstaklinga á þing, einstaklinga sem hafa bæði hugarfar, kjark og kunnáttu til að koma okkur í gegnum þessa erfiðleika sem dynja á okkur.
Ég græði ekkert á því að kjósa á milli Þorgerðar, Gunnars, Ögmundar, Sivjar og Grétars Mar (Kraginn). Þetta lið er búið að fá tækifæri og klúðra því big time, allavega er ekkert í gangi sem segir að þetta fólk verðskuldi mitt traust og atkvæði.
Út með alla þá sem sitja að völdunum og nýtt blóð inn, hvernig svo sem það er framkvæmanlegt!
Vilja kosningar í upphafi nýs árs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2008 | 15:47
Meiri grátur
Nú er ég búinn að vera frekar rólegur í tíðinni gagnvart ástandinu, þ.e. í skrifum. Ég hef frekar tuðað beint í fólki og er m.a. að gera frúnna vitlausa á þessu væli. Ég ætla því að setja nokkur orð hérna niður og fá smá útrás.
Í öllu því sem hefur gengið á síðustu vikurnar hefur maður furðað sig á mörgu og skilið ósköp lítið. Það sem stendur upp úr er þetta:
1. Samkvæmt hollenskum blaðamanni, sem kom í Silfur Egils í gær, þá hurfu 2 milljarðar evra eða 300 milljarðar króna, út úr Icesave á þessum tíma sem bankinn var opinn í Hollandi (ca. 6 mánuðir)!!!! og ekki virðast vera eignir í Hollandi upp í þessa upphæð.
2. Icesave í Bretlandi virðist þó hafa eignir á bak við sig hvað svo sem verðmæti þessara eigna kann að vera í dag.
3. Allir 3 bankarnir virðast hafa farið langt fram úr sér í getu og siðferðilegum skyldum ásamt því að stóru fjárfestarnir virðast hafa verið í pappírsviðskiptum til að ná fjármunum út úr bönkunum.
4. Allir stjórnmálamenn sem talað hefur verið við virðast ekki hafa haft hugmynd um að neitt óeðlilegt hafi verið í gangi í fjármálaheiminum þó svo að margir þeirra komi úr þessum geira, m.a. hafi setið í stjórnum fyrirtækja og þegið laun fyrir að vita ekkert.
Það sem við Íslendingar verðum að gera núna er að sækja þessa fjárglæframenn til saka, taka af þeim allar eignir og flengja þá svo opinberlega.
Stjórnmálamennina verðum við að taka og skipta út, kosningar eru ekki nóg, það verður að endurnýja fólkið á þessum listum. Við verðum sem sama skít í sama klósetti ef kosið verður milli flokkanna með sama fólki í framboði. Allar fréttir hafa bent á óeðlilegar tengingar milli stjórnmaálamanna og fjárglæframanna. Staðan hjá mér a.m.k. er þannig að ég get ekki hugsað mér að kjósa neitt af þessu liði, þeir sem eru með stjórnartaumana í höndunum eru ekki að gera neitt og þeir sem eru í stjórnaraðstöðu eru ekki með neinar lausnir, aðeins það að stjórnin sé ekkert að gera.
Að lokum vil ég bara segja það að þegar ég tek lán þá les ég smáa letrið og þegar íslenska ríkið tekur lán þá er ég að taka lán og ég á heimtingu á því að fá að vita um alla skilmála, hvað sem hver tautar og raular. Það er bara vanvirðing við þjóðina að segja: ykkur kemur það ekkert við.
5.8.2008 | 15:46
Verðmætamat
Þetta orð kom upp í hugann um daginn þegar fréttir bárust af kæru Árna Johnsen á hendur Agnesi Bragadóttur blaðamanni. Hann fer nefninlega fram á 5 milljónir í skaðabætur fyrir það að kerlingin kallaði hann "dæmdan glæpamann, mútuþægan og stórslys". Ég veit fyrir það fyrsta ekki af hverju Árna ætti að sárna svona því að þó hann hafi fengið uppreisn æru þá er hann samt dæmdur glæpamaður, það verður ekki tekið af honum að dóminn fékk hann hvort sem búið er að sitja af sér eður ei.
Á sama tíma koma fréttir af fórnarlömbum kynferðisbrota þar sem gerandinn er dæmdur sekur, þá eru bæturnar sem fórnarlömbin fá einhverjir hundraðkallar, sbr. dóminn yfir manninum sem misnotaði öll stúlkubörn sem hann náði í hvort sem það voru dætur hans eða einhverjar aðrar.
Ef Árna verður dæmdur sigur í þessu máli þá er tiltrú dómstólana farin veg allrar veraldar og þá kemur stóra spurningin upp: Hvert er verðmætamat okkar farið???
Það er alveg skýrt hjá mér, verðmætin mín eru eiginkonan og börnin, ef ég hefði þau ekki ætti ég ekkert. Vei þeim sem reynir að taka þau frá mér eða gera þeim mein.
Þeir sem gera eitthvað á hlut barna, hvort sem það er kynferðis- eða annað ofbeldi þá er viðkomandi búinn að missa tilveru- og eignarétt sinn og ætti að verða dæmdur til að leggja til allt sitt til handa fórnarlambi/lömbum sínum það sem eftir er ævi viðkomandi.
Og Árni og aðrir sem eru svona viðkvæmir fyrir raunveruleikanum ættu að sjá sóma sinn í að sætta sig við lífið og tilveruna eins og það er.
14.5.2008 | 16:52
Eftirlaun fyrir aumingja eða hvað?
Það má alveg spurja þessarar spurningar eftir viðtöl og yfirlýsingar pólitíkusa undanfarin misseri.
Geir Haarde segir að þetta sé vegna þess að pólitíkusar fái ekki vinnu nema hjá hinu opinbera eftir þingmennsku!!! Einmitt, það hefur líka sýnt sig að ráðningar á pólitíkusum hjá hinu opinbera hefur hrunið eftir að eftirlaunalögin tóku gildi. Guðmundur Árni, Tómas Ingi og Davíð eru auðvitað bestu dæmin um það.
Hitt er annað mál að mér hefur nú ekki sýnst að menn hafi átt í erfiðleikum með að fá vinnu eftir þingmennsku og setu í ráðherrastól, Jónar Sigurðsynir (Alþýðuflokkur og Framsókn) og Árni Magnússon, svo nefnd séu dæmi, eru allavega í vinnu síðast þegar fréttir bárust.
Ég hef ALDREI heyrt af pólitíkus sem hefur farið á atvinnuleysisbætur eftir að hafa fallið af þingi og óska eftir að dæmi um slíkt verði sett hér í athugasemdir.
Hitt er annað mál að ALLIR þingmenn og ráðherrar eru sammála, a.m.k. opinberlega, að þessu þurfi að breyta til að lægja óánægjuraddirnar í samfélaginu. En ef það er raunin, afhverju er þá ekki búið að breyta lögunum. Er von að maður spyrji. Einfaldasta skýringin er sú rétta, það vill enginn breyta þessu.
Pólitíkusar landsins, standið einu sinni upp, sýnið heiðarleika og viðurkennið græðgi ykkar og aumingjaskap í þessu máli.
Vilja breyta eftirlaunalögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2008 | 10:56
Samningar í höfn!
Hef verið að skoða aðeins þá samninga sem eru komnir í höfn, a.m.k. tímabundið. Var að lesa breytingar á samningum VR við SA og kaupmenn. Þetta eru tímamótasamningar að mínu mati, aldrei hefur verið skrifað undir svona lélega samninga áður, ef undar eru skildir síðustu sjómannasamningar.
Það hljómar vel að hækka lágmarkslaun, því að mínu mati eiga lágmark. En staðreyndin er sú að ef við hækkum lágmarkslaun eingöngu þá fjölgum við hópi þeirra sem eru á lágmarkslaunum. Tökum sem dæmi að við hækkum lægstu laun úr 130 þús í 150 þús og aðrar hækkanir eru óverulegar þá erum við búin að færa lægst launaða hópinn upp um 20 þús og bæta í þann hóp öllum sem voru á bilinu 130 -150 þús og lægst launaði hópurinn er orðinn stærri. Gott mál að hækka lægstu laun EN það má ekki bitna á þeim sem eru búnir að berja út auka 10-20 þúsund kall í sín laun. Þetta er eitt af því sem gerir persónusamninga og hvatningu til þeirra svolítið hættulega fyrir verkalýðsfélögin og getur auðveldlega slegið vopnin úr höndum þeirra.
Annað sem stingur í augun eru eftirfarandi textar í samningi VR og SA:
- Grunnhækkun er 8,6% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. okt. 2006. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 2. okt. 2006.
- Grunnhækkun er 5,5% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. jan. 2007. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 1. jan. 2007.
- Grunnhækkun er 4,5% fyrir þá sem eru í starfi hjá sama vinnuveitanda frá 1. jan. 2007. Frá þessu dregst önnur hækkun sem launþegi hefur fengið frá 1. jan. 2007.
Nú hefur starfsmaður hafið störf á tímabilinu frá 2. janúar 2007 til loka september 2007. Er grunnhækkun launa hans þá 4,5% við gildistöku þessa samnings en frá henni dregst önnur sú launahækkun sem starfsmaður hefur fengið frá þeim tíma er hann var ráðinn til og með gildistöku samningsins, þ.m.t. vegna hækkunar kauptaxta.
Sama klásúla er uppi á teningnum fyrir hækkunina 1. mars 2009 sem á að vera upp á 3,5% en frá því dragast þær hækkanir sem komið hafa til á samningstímanum fram að þessari dagsetningu.
Ég verð bara að öskra þegar ég les þetta, HVERJUM DETTUR Í HUG AÐ SEMJA FYRIR SKJÓLSTÆÐINGA SÍNA AÐ ENGIN HÆKKUN SÉ Á BORÐINU. Það er nefninlega þannig að þetta sama stéttarfélag hvetur til persónusamninga og er með árlegt launaviðtal allra starfsmanna og segir svo bara með þessum samningum, við nennum þessu ekki gerið þetta bara sjálf. Á sama tíma skrifa forkólfar stéttarfélagsins upp á samning sem dregur launahækkanir á síðasta samningstímabili frá hækkunum á þessu samningstímabili.
Hvað er að þessu fólki, það á að segja af sér og skammast sín.......en það kemur bara kommentin.....lengra verður ekki náð að þessu sinni.
Ég segi ykkur það, Samtök atvinnulífsins hlær að fólki fyrir þessa vitleysu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar