22.1.2009 | 09:12
Mótmæli eða skemmdarverk?
Það er ástæða fyrir að ég set þetta upp í svona spurningu. Ég er nefninlega ekki sáttur við þessa ríkisstjórn og aðgerðaleysi hennar, en starfa minna vegna á ég mjög erfitt með að taka þátt í mótmælum og sérstaklega eins og þau hafa verið undanfarna daga!
Ég er sáttur við að fólk safnist saman og framkalli hávaða eins og gert var við upphaf þingfundar (eftir að þingmenn voru búnir að liggja á meltunni eftir jólin) en ég set strikið við svívirðingar og hvers konar aðgerðir gegn lögreglu. Ég þekki nokkra lögregluþjóna og get fullyrt það að því fólki líður ekki vel með það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Þeir sem eru í lögreglunni eru nefninlega fólk með alveg sömu vandamál og við, þau hafa áhyggjur af ástandinu, þarf að sjá fyrir sér og sínum og borga af sínum lánum rétt eins og við. En þau þurfa, auk þessa alls að þola munnlegar svívirðingar, að taka við hrákum, landbúnaðarvörum, málningu, höggum og grjóti. Hvað réttlætir svona framkomu við aðra þegna þessa lands, þó að þeir séu í lögreglubúning? Ekkert segi ég.
Svo erum við komin út í þetta (mynd tekin af mbl.is)
Hver tekur með sér hamar í mótmæli? Er þetta ekki einstaklingur sem hefur engan annan tilgang en að skemma og eyðileggja? Þessi gjörð gerir ekkert annað en að skemma fyrir mótmælendum og auka okkar skatta, ekki heldur þessi maður að Geir Haarde borgi rúðuna úr eigin vasa eða hvað?
Hvers vegna eru allir í kringum þennan mann ljósmyndarar? Er þetta bara ekki sviðsett vegna þess að þetta er gott myndefni? Ég held nefninlega að fjölmiðlar, fréttafólk og myndatökufólk sé að ýta undir eitthvað svona til að fá safaríkari fréttir. Hvað hefur ekki heyrst trekk í trekk frá ljósmyndurum eftir að upp úr hefur soðið? Jú, endalaus væll yfir harðræði lögreglu og piparúðanum sem þeir fengu yfir sig!! Ég spyr þá á móti: Hvern andskotan eru þið að gera í fararbroddi þeirra sem ráðast gegn valdstjórninni? Haldið ykkur bara til hlés og notið aðdráttarlinsurnar ykkar!!
Ég vona að mótmælin haldi áfram í þeirri mynd að fjöldi fólk safnist saman og berji potta, pönnur og allt sem mögulega getur skapað hávaða og taki sig svo til og syngi ættjarðarlög eins og ég heyrði í beinni í gær. Ef fólk getur komið sér saman um þannig mótmæli og fjölmennt á þau, þá efast ég ekki um að þau skili mun meiri árangri en ofbeldi og skemmdarverk. Munum að mótmæli eru friðsamleg þó að hávaði sé mikill ef ekki er veist að valdstjórninni.
LIFI ÍSLAND
Mótmælum lauk um kl. 3 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.1.2009 | 15:50
Auðvelt í framkvæmd
Ef hugur fylgdi máli hjá Ágústi og kollegum hans hjá Samfylkingunni, sem lýst hafa sömu skoðun að kosningar eigi að fara fram í vor, þá væri einfaldlega búið að rjúfa þing og boða til kosninga.
Það er nefninlega þannig að ef Björgvin, Þórunn, Katrín Júl, Helgi Hjörvar, Ágúst Ólafur og þeir þingmenn sem eru að leggja fram frumvarpið um að meirihluti geti krafist kosninga hætta að styðja ríkisstjórnina þá verður boðað til kosninga.
Ég held bara að hræðslan við ISG og löngunin í völd sé mun sterkari en sannfæring pólitíkusanna og þess vegna sé þessi stjórn enn við lýði.
Hættið þessu kjaftæði og látið verkin tala, það er ekki nóg að hreyfa varirnar og segja svo já í þingsal við öllu sem kemur frá ríkisstjórninni.
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 11:49
Í alvöru??
Ég er svo aldeilis hissa. Eða ekki. Hvað á fólk að gera? Atvinnulausir á Íslandi eru komnir yfir 10 þúsund og fer enn fjölgandi. Ríkið er ekki tilbúið að gera neitt til að búa til vinnu og í raun er ríkið að draga úr umsvifum og verkefnum, samanber aðgerðirnar í heilbrigðisgeiranum og uppsagnirnar sem eru yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni. Það eina sem ríkisstjórnin er að gera er að styrkja og styðja við hugmyndir, sem gætu orðið arðbærar eftir 5-10 ár, og svo "sprotafyrirtæki", sem eru góðra gjalda verð, en skapa mjög fá störf.
Það er enga atvinnu að hafa á Íslandi í dag svo að rökrétt skref hjá þeim sem hafa misst atvinnuna er að horfa út fyrir landsteinana til að hafa í sig og á. Ég veit að ég mun gera það fari svo að ég standi upp án atvinnu nú á vormánuðum.
Aukinn útflutningur á búslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2009 | 20:21
2008
Þetta var vægast sagt viðburðarríkt ár. Þrátt fyrir að ekki hafi fæðst barn á árinu sem er frá mér komið er það samt eitt af þeim skemmtilegustu sem ég hef lifað. Hvað varðar vinnu allavega. Ég held ég hafi aldrei átt jafn fjölbreitt ár vinnulega og 2008 þó að ekki hafi verið skipt um vinnuveitanda á þessu tímabili.
Ég var einhvern tíma búinn að segja að þetta væri endastöðin mín, enda hef ég ekki tollað lengur en 2 ár hjá hverju fyrirtæki fram að þessu. og viti menn, það er komið á þriðja ár og hér er ég enn hjá Gæslunni og þykir starfið ennþá spennandi og krefjandi.
Ég sóttist eftir og fékk að fara túr á danska varðskipinu Vædderen í febrúar og mars en þar fékk ég að eyða 40 dögum í ferð sem var ævintýri frá upphafi til enda. Þar fékk ég nýja og öðruvísi sýn á starfið sem ég er að sinna, en ég fékk í þessari ferð að sinna öllum störfum sem kollegar mínir í Danmörku sinna. Þá var skemmtilegt að komast í siglingar í ís, en á þessum árstíma kemst ekkert skip að austurströnd Grænlands vegna íss. En það var semsagt verið við gæslu úti fyrir austurströnd Grænlands og svo á vesturströndinni í framhaldi. Þar fékk ég að koma í land á nokkrum stöðum og meðal annars að eyða tæpri viku í Nuuk sem var mjög skemmtilegt. Það var mjög fróðlegt að skoða sig um þar og stúdera mannlífið en ekki erum við Íslendingar nægjusamir miðað við nágranna okkar í vestri. Túrinn var svo endaður í Boston þar sem smá innsýn var fengin í störf bandarísku strandgæslunnar. Það er MJÖG öðruvísi svo ekki sé meira sagt.
Eftir þessa ferð tók við hefðbundin vinna, æfingar, gæsla, sjúkraflutningar og bjarganir á þyrlu. Óhætt er að segja að 2008 hafi verið rólegt ár hjá mér hvað útköll varðar en ég fór ekki í nema 14 á móti rúmum 40 árinu áður. Þeim mun meira fékk ég að fljúga til æfinga og gæslu á árinu.
Sumarfríið var tekið í ágúst og fórum við fjölskyldan í sumarbústað á Illugastöðum í Fnjóskadal þar sem við vorum í góðu yfirlæti í viku. Ekki var neitt Mallorca veður en fríið og tilbreytingin voru nóg til að við vorum öll (held ég) endurnærð. Í kjölfarið héldum við til Húsavíkur þar sem flutt var inn á stóra bróður í nokkra daga og þeim verið til ama og leiðinda eins og kostur var. Enn áttum við tíma eftir í fríi þannig að síðustu vikuna í ágúst fórum við í bústað í Grímsnesinu og vorum þar í grenjandi rigningu 90% af tímanum. Þó náðum við að tína nokkra lítra af bláberjum og var svo sultað þegar heim var komið.
Eftir fríið tók vinnan við aftur ásamt skólanum, en ég var búinn að vera að safna einingum í fjarnámi með stúdentspróf í huga. Sá ég fram á að geta klárað þennan áfanga í desember og stefndi ég ótrauður á það. Smá strik setti í reikninginn að starfsemi stofnunarinnar minnar dróst saman og í kjölfarið var starfsmönnum demt á hvert námskeiðið á fætur öðru, sem gerði okkur ekkert nema gott við þær aðstæður sem voru á þeim tíma. En þetta hafðist samt og útskrifaðist ég 19. desember sem stúdent frá FÁ.
Að lokum má segja frá að í haust datt ég í einhvern heilsupakka og byrjaði að hlaupa út um víðan völl, en ég byrjaði á þessari vitleysu eftir að þrekpróf voru haldin hjá LHG og eftir þaá stuttu vegalengd var ég hér um bil búinn að æla, svo lélegt var ástandið á mér. Ég er búinn að halda mig við þetta sport og hef smásaman verið að lengja í þessu hjá mér og á gamlársdag tók ég þátt í mínu fyrsta keppnishlaupi (síðan ég var 10 ára eða eitthvað) en þetta var 10 kílómetra hlaup og hafði ég aldrei hlaupið svona langt áður. Stefndi ég á að klára þetta með höfuðið hátt á innan við klukkutíma en gerði talsvert betur og fór vegalengdina á 49 mínútum og 10 sekúndum. Þetta hleypir meiri hörku í mig og hef ég sett mér skýr markmið á þessu sviði fyrir árið 2009.
Til þess að veita mér aðhald þá eru markmiðin þessi: Að fara 10 km á innan við 45 mín, 7 km á innan við 30 mín, 3,2 km á innan við 12 mín og svo ætla ég að fara hálft maraþon (21,1 km) í ágúst á innan við 1 klst 45 mín.
Fleira var ekki merkilegt á síðasta ári í mínu lífi, ég nenni ekki að bæta ástandinu á Íslandi inn í þetta, en allt sem skiptir máli er hjá mér og þau eru öll hress. Vonandi verður árið 2009 jafngott ár fyrir mig í því sem máli skiptir og 2008 var.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2009 | 18:00
Kveðja
Ég er ekki dauður. Reyndar hef ég sjaldan verið hressari. Þetta bloggfrí hefur gert mér rosalega gott, svo nú get ég komið tvíefldur til baka, tuðandi sem aldrei fyrr.
Ég ætla reyndar ekki að tuða mikið núna eða í næstu færslu, ég er að reyna að koma í orð uppgjöri ársins 2008 og mun það koma fljótlega.
Farið varlega og ekki missa vatnið í biðinni eftir mér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2008 | 13:25
Jólakveðja
Vindurinn er allur úr mér, ég nenni ekki að hugsa um neitt nema mig og frúnna og börnin. Þetta leiðir af sér að ég ætla að taka mér hlé frá blogginu í smátíma. Ég er hættur að lesa kreppufréttir því ég nenni ekki lengur að pirra mig á því sem ég get ekki breytt. Allir sem hafa lesið á síðunni minni síðustu 2 mánuði sjá hvað ég hef verið pirraður yfir ástandinu, aðgerðunum og aðgerðaleysinu á þessum tíma.
Nú er komið jólafrí (brestur á á mánudaginn (ertu ekki ánægður með þetta Kjartan?)) og samhliða því ætla ég að taka mér frétta- og kreppufrí, það sem gerist mun gerast hvort sem ég verð pirraður eður ei. Ég ætla bara að njóta hátíðarinnar og að sjá börnin mín leika sér úti í snjónum og koma köld og ljómandi af ánægju öll blaut og snjóug full af einlægri barnsgleði. Ég ætla að reyna að falla bara í þann pakka næstu 2 vikurnar.
Þangað til ætla ég að láta bloggið og tuðið vera og óska ykkur því gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2008 | 20:31
Útskrift!
Jæja. Það tókst. Gamli maðurinn er að útskrifast á föstudaginn með stúdentspróf. Ég tók upp á því á gamals aldri að láta meta skipstjórnarnámið upp í stúdent og komst að því að ég þurfti að bæta við mig 12 einingum í náttúrúfræði/félagsfræði/tungumáli eða stærðfræði og 6 einingum í íslensku. Ég ákvað að kýla á þetta, valdi mér náttúrufræði og tók svo 6 einingar á önn síðustu 3 annir. Allt gekk að óskum og kláraði ég síðasta prófið á föstudaginn var og fékk svo staðfestingu í gær á að ég hafði náð blessaðri jarðfræðinni. Nú getur maður loksins sagt (36 ára gamall) að maður hafi lokið stúdentsprófi.
Þá er það bara spurning, á ég að mennta mig eitthvað frekar eða á ég að hætta á meðan ég er með menntaferil án falls? Og ef ég held áfram á ég þá að elta og nema áhugasvið mín, sem eru ópraktísk eða á ég að gera eins og allir hinir og fara hina praktísku leið sem gefur mér aðeins meiri aur í vasann (ef ég klára).
Nú vantar mig komment og heilræði kæru vinir. Og svo væri skemmtilegt ef einhver getur upp á hvar áhugi minn liggur og hvers vegna
15.12.2008 | 13:43
Hvers vegna hraðar en aðrir?
Nú ætla ég ekki að halda því fram að ég þekki alla kosti og galla þess að ganga í ESB. Hingað til hef ég verið andsnúinn því að taka skref í áttina að aðild. Hvers vegna er það? Jú, það þurfa nefninlega að vera meiri og betri ástæður en afþvíbara og allt er betra í krafti stærðar.
Við græðum örugglega eitthvað á því að ganga í ESB, stöðugri mynt a.m.k., en afhverju ætti ESB eitthvað að vera að eltast við litla Ísland sem rambar á barmi gjaldþrots og er búið að vera skotspónn efnahagsbrandara í ársfjórðung eða svo.
Eina ástæðan fyrir áhuga ESB er sú að Brussel-batteríið sækist í auðlindir okkar. Þá er ég ekki eingöngu að tala um fiskinn í sjónum, ég er að tala um drykkjarvatnið, fallvötn til virkjunar og svo jarðvarmann. Það er ekki sérstakt atvinnuástandið í ESB löndunum, að maður tali ekki um stéttarskiptinguna sem maður sér þar við lýði, sérstaklega í stærri löndunum. Við erum nú þegar farin að sjá hér á landi klíkumyndanir þjóðarbrota sem eru að setjast hér að, þetta eru að verða mjög stór vandamál í ESB og stækka alltaf með sambandinu sjálfu. Það hefur sýnt sig að Schengen er ekki að virka vel og þessi stefna um landamæralausa Evrópu er dæmd til að mistakast.
Nú er bara kominn tími til að stjórnmálamenn og flokkar komi fram og tali af ábyrgð og festu um kosti og galla svo að við getum komist að niðurstöðu sem best er fyrir íslenskt samfélag.
Rehn: Ísland gæti komið óvænt með aðildarumsókn 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2008 | 18:08
Skemmtilegt
Þetta er búin að vera frábær helgi. Fyrir það fyrsta þá er ég búinn að vera í fríi og meira að segja síminn hefur ekkert angrað mig. Svo verður bara að segjast að jólaskapið er komið til að vera þetta árið, snjórinn sem liggur á yfirborði suðvesturhornsins vær kærkomin viðbót við öll jólaljósin og skreytingarnar sem búið er að koma fyrir í öllum gluggum og görðum.
Þá verður gærdagurinn seint toppaður á þessari aðventu. Þegar börnin voru búin að borða úr dagatalinu og tæma skóna sína var haldið í Smárann þar sem hinn vikulegi íþróttaskóli (fyrir Dagný og Bjarka) var á dagskrá. Var mætt klukkan 10, klukkustund fyrr en venjulega, þar sem farið var í gegnum fína þrautabraut og í framhaldi af því lét enginn annar en Stúfur sjá sig á svæðinu við mikla lukku barna (misgamalla). Ekki nóg með að Stúfur gamli væri fenginn til að fara þrautabrautina þvera og endilanga við mikla kátínu enda karlinn orðinn gamall og stirður, heldur kom í ljós að hann spilar líka svona listavel á harmonikku og spilaði hann undir meðan aðrir sungu jólalög og dönsuðu í kringum jólatré. Endaði svo samkoman á því að íspinnum var dreift til barnanna og hafa þau sjálfsagt sjaldan fengið íspinna fyrir hádegi (flest þeirra vonandi). En deginum var ekki lokið þar því ennþá beið jólaball handan við hornið.
Brunað var heim og farið í ögn fínni föt, Kristberg var skutlað í Sambíóin, þar sem hann mætti í bekkjarafmæli, en ég brunaði í flugskýli LHG, þar sem jólaball starfsmannafélagsins var haldið. Þar spiluðu og sungu að venju Maggi Kjartans og Helga Möller, og svo mættu á svæðið félagarnir Gáttaþefur og Sveppi og slógu þeir félagarnir heldur betur í gegn. Ekki mátti samt á milli sjá hvor þeirra er meiri jólasveinn. Þegar þeir voru búnir að skemmta og dreifa sælgætispokum til barnanna, var tekið til við pizzuát, en það er líka orðin hefð á jólaskemmtun starfsmannafélagsins. Endað var svo á að elda Burritos og taka því rólega yfir frekar slakri sjónvarpsdagskrá. 3 elstu börnin náðu að kría út gistingu hjá ömmu og afa svo að þetta var frekar rólegt hjá okkur hjónunum í gærkvöld.
Í dag voru svo börnin sótt og kaffi drukkið í talsverðu magni. Í kjölfarið á heimkomu settust krakkanir saman við eldhúsborðið og perluðu saman allskonar jólamyndir. Núna er kjúklingurinn að grillast í ofninum og alla er farið að hlakka til hátíðarinnar.
Nú mega jólin koma. Ég er tilbúinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2008 | 09:07
Ekki alveg rétt!
Ég er einn af þeim sem er með minn séreignasparnað hjá íslenska lífeyrissjóðnum og fékk því þetta bréf inn um lúguna hjá mér á fimmtudaginn.
Það sem vekur athygli mína í upphafi er þessi setning að "bankainnistæður skyldu njóta forgangs og vera tryggðar að fullu en ekki skuldabréf í bönkum". OK, ég get tekið undir það að skuldabréf sem bankar og fyrirtæki gefa út eiga ekki að vera ríkistryggð. En hvernig í ósköpunum stendur á því að ÖLL skuldabréfaeign sjóðsins er afskrifuð á einu bretti? Hvernig stendur á því að Ingólfur Guðmundsson stjórnarformaður og Davíð Harðarson framkvæmdastjóri sjóðsins, mennirnir sem eiga að bera ábyrgð á mínu fé, gefa út svona yfirlýsingu þegar aðeins 10 vikur eru frá falli bankanna og ekki útséð um hvað fæst greitt af þessum bréfum. Skuldabréf sem bankar gefa út eru einfaldlega lán til þeirra, rétt eins og skuldabréf sem ég gef út. Ef ég hætti að borga af mínum lánum (skuldabréfum) þá er einfaldlega gengið á eignir mínar. Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að umsjónarmenn lífeyrisins míns geri það sama fyrir mig.
Það kemur einnig fram að erlend verðbréf séu 45% (40% hlutabréf og 5% skuldabréf) af safninu (LÍF I). Á hvaða gengi ætli það sé reiknað? Ég er hræddur um að virði þessara bréfa sé reiknað á gjaldeyrisvísitölu sem er nálægt 220 stigum og því sé verið að reyna að fegra útkomu sjóðsins. Þegar gengið er komið í raunvirði þá gæti gengisvísitalan verið komin í um 170-180 og þá erum við að tala um 15-20% minna virði á erlendum eignum en reiknað er með í þessu bréfi. Það er athyglisvert að bréfið er sent út þegar krónan er í lágmarki en ekki er minnst á það einu orði. AÐ vísu eru þessi bréf ekki á fjárfestingardagskrá ársins 2009 en það kemur ekker fram um að búið sé að selja bréfin eða á hvaða verði eða hvernig hagnaður eða tap hefur verið af þeim viðskiptum.
Að lokum þykir mér merkilegt að nafnávöxtun sjóðsins er 9,3% frá áramótum til bankahruns og er neikvæð um 20,4% frá áramótum til 1. des. Þetta þýðir einfaldlega að raunávöxtun er neikvæð um 9% fyrir bankahrun og um 38% eftir hrun. Er þetta ásættanlegt? Ekki í mínum huga og það er bara ekki nóg að fá bréf á glanspappír um að þessum mönnum sem hafa 2-5 milljónir á mánuði í laun "þyki þetta rosalega leitt". Það eina sem þetta bréf hefur gert er að staðfesta að mennirnir sem stjórna þessum sjóðum er ekki hæfir til að sinna heimilisbókhaldi hvað þá meiru.
Stjórnendur sjóðsins eiga að sjálfsögðu að axla ábyrgð, segja af sér og skammast sín fyrir vanhæfni og getuleysi sitt.
Allt að 30% rýrnun hjá Íslenska lífeyrissjóðnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana